Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 200
186
Óskar J. Þorláksson:
Prestafélagsritið.
skal stuttlega skýrt frá starfi hennar, eins og því er hag-
að á Englandi nú.
Fyrst er að athuga það, hvað þessi hreyfing er i eðli
sinu og hvaða starf hún vill vinna. Kristilega stúdenta-
hreyfingin er fyrst og fremst félagsskapur þeirra stúd-
enta og námsmanna, sem þrá að skilja sannindi krist-
innar trúar, og vilja lifa kristilegu lífi og sinna kristi-
legu starfi, og svo allra þeirra, sem vilja, að þetta starf
nái að eflast. Önnur skilyrði eru ekki fyrir þvi að vera
meðlimur hreyfingarinnar.
Hér skal tilgreind stefnuskrá hreyfingarinnar, þar
sem reynt er að gjöra grein fyrir þvi á hverju hún
vill hyggja starf sitt og hver tilgangur þess er:
„Sem meðlimir kristulegu stúdentahreyfingarinnar
játum vér trú vora á Guð föður, sem er að eðli til skap-
andi kærleikur og máttur.
Vér þekkjum Guð fyrir opinberun Jesú Krists, sem
er ímynd veru hans, og sýnir oss hið sanna eðli manns-
ins.
Fyrir líf lians og sigurdauða, og fyrir lifandi kraft
heilags anda, erum vér hluttakandi í þeim endurleysandi
kærleika, sem sigrar hið illa, og fáum fyrirgefningu,
frelsi og eilíft líf
Er vér sjáum þarfir og vandræði heimsins, þá þrá-
um vér að gefa oss Kristi á hönd og fylgja honum, hvert
sem hann kann að kalla oss. Vér viljum leita guðs-
ríkisins og gjöra alt mannkynið að einni fjölskyldu, án
aðgreiningar kynflokka, þjóða, stétta eða hæfileika.
Vér viljum ganga i þann félagsskap um bæn, hugsun
og þjónustu, sem er arfur kristilegrar kirkju“ *).
í samræmi við þessa einföldu stefnuskrá er starf
hreyl'ingarinnar unnið í háskólum og öðrum skólum á
Englandi Stúdentshugtakið er vítækara þar en t. d. á
*) Learning by heart. Report of S. C. M. of Great Britain
and Ireland 1929—1930, bls. 9.