Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 201
Prestafélagsritið.
Kristil. stúdentahr. á Engl.
187
Norðurlöndum, þar sem það miðast eingöngu við há-
skólastúdenta, en svo er ekki á Englandi, heldur nær
það til allra, sem stunda framhaldsnám, þó við sér-
skóla sé.
Hver háskóli, eða hvert „college“, er deild innan
hreyfingarinnar, og liefir sérstjórn, en auk þess hef-
ir hreyfingin eina aðalstjórn, sem annast starfið í
lieild sinni. Allar kirkjudeildir eru jafn réttháar inn-
an hennar, enda tilheyra hreyfingunni stúdentar frá
flestum kirkjufélögum á Englandi, þótt megin styrkur
hennar sje úr ensku þjóðkirkjunni (Church of Eng-
land).
Aðalstjórn hreyfingarinnar annast fulltrúar, sem
kosnir eru af félagsdeildunum í háskólum og „col-
leges“. Er það margþætt starf, sem livílir á herðum
þessarar stjórnar, og skiftir hún með sér verkum,
þannig að sumir annast fræðslustarf, og sjá um,
að erindi og prédikanir séu flutt í félagsdeildunum,
aðrir annast trúboðsstarf, enn aðrir vinna fyrir erlenda
stúdenta, sjá um fjárreiður hreyfingarinnar, eða bóka-
útgáfu hennar. Starfsaðferðir eru all misjafnar í há-
skólaborgunum, og fer það mest eftir þvi, hve hreyfing-
in er öflug á þeim og þeim stað.
Hið fyrsta, sem geta má um í sambandi við starf
kristilegu stúdentahreyfingarinnar er hið fjölþætta
fræðslustarf, sem hún vinnur. Valdir menn flytja er-
indi meðal stúdentanna um kristileg efni, eða önnur á-
hugamál nútímans, sem hver maður þarf að taka af-
stöðu til; eru erindi þessi ákaflega fjölbreytt. Þá má
geta um guðsþjónustur, sem lialdnar eru að tilhlutun
hreyfingarinnar, meðan háskólarnir starfa, og eru þær
venjulega lialdnar í háskólakirkjunum, eða öðrum
kirkjum borganna, og sjeð um, að þær flytji jafnan
þektir guðfræðingar og skörulegir prédikarar. Þá eru
einnig oft hafðar sameiginlegar bænastundir og kyrlátar
stundir fyrir þá stúdenta, sem þess óska.