Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 203
Prestafélagsritiö.
ICristil. stúdentahr. á Engl.
189
Það sem hér hefir verið getið um, eru höfuð þættirnir
í starfi lu’eyfingarinnar, í einstökum atriðum er það
miklu víðtækara og nær inn á flest svið mannlegs lífs.
Á hverju ári lieldur hreyfingin allsherjar stúdenta-
mót fyrir alla þá, sem áhuga hafa á starfi hennar. Mót
þetta er haldið í júnímánuði í lok háskólaársins, í
Swanwick í Derbysliire, litlum bæ, sem liggur í sjer-
stakiega fögru umhverfi. Þangað safnast stúdentar
saman svo hundruðum skiftir og dvelja þar um stund,
sér til hressingar, og hlýða þar á erindi um ýmsa
þætti starfsins. Höfuð tilgangurinn með þessum mót-
um er sá, að stúdentarnir kynnist, lifi saman í félags-
slcap, styrkist í trú og eflist að áhuga. Fátt mun betur
fallið til þess, en einmitt slík mót.
Sá sem þessar línur ritar kyntist kristilegu stúdenta-
hreyfingunni á Englandi s. 1. vetur, eins og starfi henn-
ar var liagað meðal stúdenta við liáskólann í Oxford.
Háskólinn í Oxford samanstendur af rúmum 20 „col-
leges“, og er hvert þeirra deild innan hreyfingarinnar,
sjálfstæð að nokkru leyti, en þær starfa líka saman
sem heild. Hið merkasta við starf stúdentalireyfing-
arinnar í Oxford voru guðsþjónustur þær og erindi, sem
flutt voru þar í háskólakirkjunni s. 1. vetur. Yoru það
jafnan valdir menn, sem þau fluttu, má t. d. nefna þá
\V. R. Inge, prófast við Pálskirkjuna í London, og W.
Temple erkibiskup í York. Sérstaklega voru merkileg
erindi þau sem erkibiskupinn flutti þar í apríl um kristi-
lega trú og líferni. Var liáskólakirkjan „St. Mary the
Virgin“, þótt stór væri, jafnan þjett skipuð og ekki færri
en 1—2 þús. stúdentar, sem hlustuðu á erindin á hverju
kvöldi í viku samfleytt. Erkibiskupinn er ákaflega snjall
ræðumaður og leggur sjerstaka álierzlu á, að tala til
skynseminnar og tala rökfast. Öllum þeim sem lilustuðu
á hann, mun þessi trúmálavika í Oxford ógleymanleg.
Annar þáttur í starfi hreyfingarinnar var starf það
sem hún vinnur fyrir erlenda stúdenta, sem dvelja í