Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 204
190
Óskar J. Þorláksson:
Prestafélagsritiö.
London eða koma þangað til stuttrar dvalar. Hreyfing-
in á þar hús eitt*) mjög vistlegt á ágætum stað í borg-
inni, þar sem stúdentar geta setið, borðað, lesið og skcmt
sér við leiki o. fl.Stúdentaklúbbur þessi er mjög fjölmenn-
ur og koma þangað stúdentar hvaðanæfa að, telst svo til
að stúdentar frá 50 ólíkum þjóðum séu þar meðlimir.
Albr stúdentarnir geta gjöi’st meðbmir i „klúbbnu .11“,
hvaðan sem þeir koma, hvaða þjóðflokki, sem þeir til
lieyra, og livaða trúrskoðanir, sem þeir kunna að hafa.
Eins og nærri má geta er það all-misbtur hópur, sem til-
heyrir „klúbbnum“.
Á þessum stað er sérstaklega gott tækifæri fyrir
stúdenta frá ólíkum löndum að kynnast hugsunarhætti
og séreinkennum liver annars. Fólk það, sem sér um
rekstur „klúbbsins“, gjörir sér milcið far um að hjálpa
stúdentunum, ef þeir þurfa á upplýsingum eða öðru að
halda, og gjöra „klúbbinn“ að sem vistlegustu heimili
fyrir þá, sem flestir eru langt í burtu frá heimkynn-
um sínum. Þar eru flutt erindi, hafðir umræðufiuidir,
og iðkaðar liollar skemtanir. Guðsþjónustur eru einnig
haldnar í sambandi við „klúbbinn“. Það er ómetan-
legt fyrir stúdenta, sem dvelja í stórborg eins og Lond-
on og þekkja ef til vill fáa, að geta snúið sér að þess-
um stað og notið þar hjálpar og ánægju. Sá sem þetta
ritar getur af eigin reynslu mælt með þessum stað við
þá, sem til London kunna að koma.
Það sem sérstaklega einkennir kristilegu stúdenta-
hreyfinguna á Englandi í heild sinni er sá frjálsi andi,
sem lienni fylgir. Þar er meiri áherzla lögð á starf,
en ákveðin kenningaratriði. Öll fræðsla hennar er mið-
uð við að skapa heilbrigt trúarlíf, og sameina sem
flesta á breiðum grundvelli, enda ber ekki á öðru, en
að samstarf sé hið bezta meðal stúdenta frá ólíkum
kirkjufélögum.
Student Movement House. 32 Russel Square. London.