Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 208
194
Kenning kristind. um GuS. Prestaféiagsritiö.
hefir maðurinn í sönnum skilningi verið skapaður í Guðs
mynd, og vér sjáum, að eðli hans er svo háttað, að nokkur
grundvöllur er lagður að einingu milli Guðs og hans. Þar
sem ekki er djúp staðfest milli þess, sem guðlegt er og mann-
legt, geta menn komið auga á fegurðina, sem Guð hefir gefið
heiminum og fundið bærast hjá sjálfum sér þrá til þess að
láta fegurð verða til. Einnig birtist í móðurást dýranna til
afkvæmisins endurskin af kærleika Guðs, og í hæstu hugsjón-
um samvizku manna hugsjónir hans sjálfs.
Þegar vér virðum fyrir oss innri tilgang sköpunarinnar,
sannfærumst vér um það, að Guð, sem er yfir heiminum og
höfundur að þróun hans og býr jafnframt í honum, sé ekki
fjarlægur lífi mannanna. Andi Guðs er — svo að vér höfum upp
algengt kristilegt hugtak —• leiðtogi og hjálpari mannsandans.
Trúarbrögð sögunnar eiga þar upphaf sitt, sem þessi inn-
sæja meðvitund um Guð er. Þjóðir á frumstigi telja ótak-
markað og leyndardómsfult magn búa í því, sem hefir mikil
áhrif á þær. í fjölgyðistrúarbrögðum fer hvorttveggja sam-
an, tilraun til þess að gjöra sér grein fyrir náttúrunni og
löngun til þess að forðast ill áhrif hennar, og ennfremur þrá
til þess að komast i samfélag við vinveitt andleg öfl.
Eingyðistrú ísraels er hreinustu og dýpstu andlegu trúar-
brögðin á undan kristninni og þau, sem vér höfum skýrastar
sagnir af. Þessi fagra trú hafði varist gegn óslitinni ásókn fjöl-
gyðistrúarinnar og þroskast við guðlegar sýnir miklu hebresku
spámannanna. Þannig var gatan greidd fyrir komu Krists. All-
ur þroski mannsins og afrek mannsandans benda í áttina til
hans. En þrátt fyrir það þótt alt hið bezta í lifi mannanna
yrði fullkomið hjá honum, þá var fagnaðarerindið um Krist
nýtt heiminum. Það kom heimsmenningunni, þar sem það birt-
ist, í vanda, og hana jafnvel lirylti við þvi. Það var „Gyðingum
hneyksli og Grikkjum heimska“. Á fyrri stigum mannkynssög-
unnar og enda hjá Gyðingum var þekkingin á Guði takmörkuð,
óbein og greind frá sumum sjónarmiðum mannlífsins. Gyð-
ingarnir höfðu lögmálið, Grikkir heimspeki sina, en hvorugt
veitti beinan þrótt til siðferðilegrar breytni. í Kristi bjó aftur
á móti „öll fylling guðdómsins líkamlega“, að trú þeirra manna,
er honum fylgdu, og við það urðu öll áhugamál mannkynsins
lögð í arma föðursins á himnum.
Kenningin um holdtekju Krists getur ein gefið rétta lýsingu
á skyldeika hans við Guð annars vegar og við manninn hins
vegar. „Orðið ( Logos) varð hold og bjó með oss“. Þannig
verður kristin guðfræði í samræmi við þá nútímaskoðun á