Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 209
Prestafélagsritið. Keillling kl'istilld. Um Guð.
195
heimsrásinni, sem áður er getið. Einnig gefa þessi orð það til
kynna að „orðið“ hafi birzt í tímanum og mannkynið náð
fullkomnun sinni hjá Jesú Kristi. Það var, eins og Páll postuli
segir, ásetningur Guðs, „sem hann hafði með sjálfum sér
ákveðið að framkvæma, er fylling tímans kæmi —: að hann
ætlaði að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á
jörðu, undir eitt höfuð í Iíristi“. Og þannig birtist hjá Kristi
sú guðsopinberun, er gjörir hann að drotni og meistara mann-
lifsins. Hér er Ieyndardómur kraftarins og þekkingarinnar, sem
knýr menn til að leita hans, er mest á reynir. Ekkert jafnast
á við áhrifavald hans.
Það voru postularnir, sem hófu fyrst að lcenna heiminum
þetta. Þeir boðuðu upprisu Ivrists frá dauðum og kölluðu menn
til að veita honum viðtöku sem frelsara og drotni. Nýr kraftur,
kraftur heilags anda, var að starfi meðal mannanna.
Kristni söfnuðurinn haíði tekið að erfðum frá spámönnum
Gyðinga trúna á einn Guð. En er safnaðarmennirnir hugleiddu
opinberun Guðs i Kristi og fyrir heilagan anda, mótaðist þrenn-
ingarlærdómurinn smám saman. Menn fundu það, að einingu
guðdómsins varð ekki lýst með því að líkja henni við eina
persónu. Það sem vér nefnum persónuleika hjá manninum
hlýtur að vísu að felast í veru Guðs, en persónuleikinn, eins og
vér þekkjum hann hjá manninum, nægir þó ekki til þess að
lýsa til fulls eðli Guðs. Sú hugsun birtist í orðunum alkunnu:
„Náðin drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags
anda sé með yður öllum“.
Aðalefnið i kenningu Krists var föðureðli Guðs og ríki hans.
Grundvallarlög þess ríkis eru réttlæti, kærleiki, fyrirgefning og
friður. Kristur kendi það, að Guð stjórnaði heiminum með kær-
leika. Þá er mennirnir líða fyrir sakir réttlætisins, flytja þeir
heiminum kærleika Guðs.eins og hann leitar mannkyninu
lijálpræðis. Sú staðreynd birtir lögmál krossins. Krossinn fel-
ur í sér alla baráttu kærleikans um aldirnar við hið illa. Kær-
leiki Krists endurleysir heiminn með því að búa réttlætinu og
kærleikanum skilyrði til þess að geta orðið almáttug. Þannig
„var Guð i Kristi og sætti heiminn við sig“. ísraelsmenn fyrir
daga Krists fundu mjög til syndar og eymdar, og var þrá eftir
hjálpræði samfara. Lögmálið hélt að vísu á lofti heilagleika
hugsjón, en það bjó menn engu afli til þess að sigrast á synd-
inni eða verða heilagir. Og friðþægingafórnirnar, sem við það
voru tengdar, töldu sumir mestu spámenn Hebrea áhrifalausar,
og viðleitni manna til þess að öðlast lieilagleika lauk svo, að
13*