Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 212
198
Kenning kristind. um Guð.
Prestafélagsritið.
farist. Jarðlífið er engin sjónhverfing, því að ekkert i því mun
glatast, sem á það skilið, að Guð vilji það. Börn hans munu
hvorki farast né verk þeirra. Þjáning og dauði fá siðferðilegt
gildi i alheiminum, er sigur yfir böli er þeim að þakka. Þannig
gat Ágústin réttilega talað um Krist sem „sigurvegara sökum
písla sinna“.
II. Trúarbrögð og hugsjónir utan kristninnar.
Enn í dag eru ókristnaðir tveir þriðju hlutar mannkynsins,
og hafa þeir þessi trúarbrögð: Gyðingdóm, Islam, Búddhatrú,
Indverjatrú, Konfúsiusartrú og Shinto — og ýmisleg frumstæð
trúarbrögð. Af þeim svipar heimsmynd tveggja, Islams og Búddha-
trúarinnar, til kristindómsins. Til kenningar kristindómsins um
Guð svarar hjá Islam glögg og ákveðin fullyrðing þess, að Guð sé
til i raun og veru, og í Búddhatrúnni lögmálið um meðaumkun og
náð. Múhamedstrúarmaðurinn leggur alt sitt ráð óskorað á vald
hins eina, almáttuga, ómótstæðilega, einvalda og alfullkomna
Guðs, skaparans og dómarans. Þessi fjarlægi guðdómur er í
ákveðnu sambandi við heiminn. Sannarlegt almætti hans veld-
ur því, að hann er nálægur með áhrifum sínum, og það ekki
aðeins þar, sem spámaðurinn er og bókin af himni, heldur
einnig í allri guðhræðslu og lotningu, sem birtist í tilbeiðslu og
starfi Múhamedstrúarmanna. Áherzlan, sem lögð er á almætti
Guðs, leiðir í daglegu lífi til meiri og minni forlagatrúar. Það
er satt að vísu, að hugsjónir kærleika og miskunnsemi felast
í nokkurum af „guðsheitunum dásamlegu", t. d. sá er vorkennir,
gætir, fyrirgefur o. s. frv., en þar er Islam veikust fyrir. Kór-
aninn segir frá Jesú Kristi, en mynd hans cr gjörólík mynd
guðspjallanna. Aðalstyrkur Islams er trúin á hátign Guðs, sem
eilífs konungs aldanna, en veikleiki hennar sá, að heilagleik-
ans og kærleikans gætir of lítið i eðli hans. Þar er enginn frels-
ari. Syndin þarf ekki að vera Guði andstæð með öllu. Menn
hugsa sér ekki, að henni fylgi nein nauðsyn á friðþæging.
í Búddhatrúnni hefir lögmálið um meðaumkun og náð í
þessum heimi komist mjög í framkvæmd og verið haldið, en
það hefir verið leiðin til þess að losna við sorgir þeirrar ver-
aldar, sem hugsjónin um tilveru Guðs hefir verið fjarri. Þann-
ig hefir þessi trú upphaflega verið kend á Indlandi. Hugsunin
um Guð á ekki heima í Búddhatrúnni í upphaflegri mynd henn-
ar, en þrá mannanna til þess að tilbiðja eitthvað leiddi til þess,
að Búddha sjálfur var gjörður að Guði. í Kína, Kóreu og Japan
hafa einnig höfundar sérgreina Búddhatrúarinnar verið gjörð-
ir að guðum. Búddhatrúin hefir orðið að dultrú og er sterkasti