Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 213
Prestaféiagsritiö. Kenning kristind. um Guð.
199
þáttur hennar þráin til þess að verða leystur frá sjálfum sér.
Hún boðar fjögur hin göfugu sannindi og hinn göfga áttfalda
veg, sem leiðir til frelsis frá endurfæðingunum. Hún hefir að
geyma lögmál fyrir þeirri breytni hér í heimi, sem lyktar með
„nirvana“, en nirvana telja sumir hið sama sem að verða að
engu. Mörgum hinum beztu Búddhatrúarmönnum virðist þó
nirvana fremur vera jákvætt en neikvætt ásigkomulag, það er
ástand, sem blessun er yfir, er engin orð fá lýst, og gagnstætt
reiki þessa heims.
Öðrum miklum trúarbrögðum og hugsanakerfum og siðkerf-
um eins og Gyðingdómi, Indverjatrú, Konfúsiusartrú og Shinto
er það sameiginlegt, að miðað er við ákveðnar þjóðir en ekki
allan heiminn.
í guðstrú Indverja er Guð (Brahma) ópersónulegur. Hið
ópersónulega er talið æðra en hið persónulega, af því að per-
sónuleikinn er takmörkunum háður. Brahma er hvorugskyns,
algjört, eilíft, það eina, sem til er i raun og veru. Tilvera, þekk-
ing, blessun — er alt, sem verður um „það“ sagt. Alheimurinn
og alt, sem i honum er, er þar af leiðandi sjónhverfing, sem
varir aðeins um stund. Hún byrjaði í tímanum og hlýtur að
enda. Sál mannsins er eilif, fæðingar og endurfæðingar taka við
fyrir henni hver af annari. Hún lætur stjórnast af „karma“-lög-
málinu, unz hún hefir feugið þá fræðslu, að hún leggur inn á
einhverja af brautunum, sem leiða til hjálpræðis. Lausininni er
lýst með ýmsum hætti hjá sértrúarflokkunum, hún er tilveru-
leysi (nirvana), samruni við guðdóminn eða sameining við
þá guðlegu tilveru, sem gagnsýrir alt. Sumir sértrúarflokkar
hverfa frá þessum ópersónulega guði, og dýrka einhvern af
þeim óteljandi guðasæg, sem Brahma er talinn birtast í. Þeir
leita frelsunar með því að helga sig þeim drotni, ef þeir hafa
valið sér, og frelsunin er í þeirra augum í þvi falin að renna
saman í eitt við hann. Kenning kristindómsins um Guð byggist
á lífi hins sögulega Krists, sem kom fram í Palestínu fyrir 2000
árum. Þetta brýtur algjörlega í bág við heimspeki Indverja, sem
heldur því fram, að eilífur sannleiki geti ekki bygst á sögu-
legum viðburðum. Kenning kristindómsins um friðþæginguna
er önnur hneykslunarhellan fyrir hugsun Indverja. Hún virðist
neita „karma“-Iögmálinu, að hver maður fái laun eða hegningu
fyrir sínar eigin gjörðir. Á likan hátt stríðir hugmyndin um lið-
andi Guð gegn hugsun Indverja.
Leit Indverja öldum saman að lausn mannssálarinnar frá
sorgum og táli jarðlífsins, þráin til að sameinast Guði og síð-
ast en ekki sízt kærleikshugsjónin háa eru það, scm trúarbrögð