Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 214
200
Kenning kristind. um Guð. Prestaféiagsritið
Indverja leggja fram til þess að auka trúarhugmyndunum var-
anlegt gildi.
VíStæk trúarbrögS Indverja með heimspekikerfum sínum,
guðsdýrkun og guðasæg er í samræmi við anda Austurlanda.
Austast er þar að finna í Kína og Japan trú Búddha, heimspeki
Konfúsíusar og „veginn“, sem nefndur er Shinto.
Konfúsíusartrúin er ekki nema að hálfu leyti trúarkerfi, og
lagði Konfúsíus þar engan trúargrundvöll. Starf hans var í því
fólgið, að skipa í kerfi þeim siðgæðishugsjónum, er bygðust
á þjóðfélagsskipun ættanna og ná áhrif hans nú yfir Kina,
Kórea og Japan. Búddhatrúarmenn og Shintomenn hafa mjög
fyigt heimspeki Konfúsíusar, svo að það hefir verið sagt, „að
Japaninn fæðist sem Shintomaður, lifi sem Konfúsíusartrúar-
maður og deyi sem Búddhatrúarmaður".
Shinto — „vegur guðanna" — á heima i Japan og hefir lifnað
mjög við tvo síðustu mannsaldrana. Aðaleinkenni þeirrar trúar eru
ættfeðradýrkun og náttúrudýrkun og trú á það, að guðir hafi
skapað heiminn. Hreint hjarta og einlægni eru höfuðdygðir
lífsins, sem eru kendar og brýndar fyrir mönnum með helgi-
haldi og trúarsiðum.
í frumstæðum trúarbrögðum er ekki gjörður nægur greinar-
munur á efni og anda. Með hvorttveggja er farið eins og það
sé eitt. Andarnir heyra til þeirri einingu, sem fjölskyldan eða
ættin er runnin af. Það er sú eining, sem er einkenni í þess-
um trúarbrögðum, en kenning kristindómsins um Guð varpar
skýru ljósi yfir hana. Guð, sem gjörist maður, andi Guðs,
frelsun og sakramenti kirkjunnar eru grundvallarhugmyndir,
sem má lýsa svo, að þær greiði götuna til lífsins, en sú hugsun
skilst í heimi frumstæðra trúarbragða.
í þeim heimi ríkir einnig óttinn og lotningin. Þar er mönn-
um alveg eðlilegt að líta á fjölskylduföðurinn eða ættarhöfð-
ingjann með lotningu og óttast anda forfeðranna, en ekki að
sjálfsögðu að bera virðingu fyrir þeim. Slíkt þarf alls ekki
að fela í sjer trúarlegt gildi. Óttinn og lotningin eru undirstaða,
sem æðri hugmyndir verða bygðar á. Þegar kirkjan er skoð-
uð sem ríki með lifandi stjórnanda eða eins og fjölskylda með
lifandi heimilisföður, þá leiðir eðlilega af því lotning fyrir
þeirri persónu, sem er upphafið og forsjónin. Það sem á vantar,
og leggja þarf áherzlu á er það, að Guð sé einn, og honum
beri ótti og lotning — hann einn eigi að tilbiðja.
Guð hefir ekki látið sjálfan sig án vitnisburðar. Vér könrt-
umst glöð við þau sannindi, sem hin miklu trúarhrögð og kerfi,
er ekki eru kristin, hafa að geyma, en vér getum ekki gengið