Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 216
202
Keiming kristind. um Guð. Prestaféiagsritið.
guðshugmynd hins vegar. Þetta ber vott um sundurleitan hugs-
anagang, sem oss virðist mjög hættulegur.
Þar við bætast eins rammskakkar hugsanir og það, að Guð
beri einn ábyrgð á allri ógætu, sem ekki sé bersýnilega að
tilhlutun manna. Hann „sendi“ t. d. sjúkdóma, stíð, slys, dauða
um aldur frani af órannsakanlegri ráðsályktun sinni. Þetta
verði að skoða eins og aga og refsingu yfir oss, af því að það
sé „vilji hans“. Vér ráðum ekki við það ægilega vandamál,
sem þar ris út af vilja Guðs og vilja mannsins. En vér trúum
því, að hvernig svo sem þvi sé varið, þá sé því háttað þannig
að Guðs vilja. — Það gleymist helzt til oft, að samstarf vort við
Guð er innblásið af honum og í hendi hans. Þannig hættir
mönnum t. d. við að lita á alla rannsókn mannanna og viðleitni
til þess að koma í veg fyrir þjáninguna eins og gjörða án hans,
og vér missum sjónar á þeim sannleika, að Guð hafi gefið oss
sálarkrafta og vilja til þess, að vér getum orðið samverkamenn
lians i þvi að efla þroska alls góðs lífs. Hins vegar hefir veiklast
tilfinningin fyrir hátign Guðs og lotningin fyrir stjórn hans á
högum mannanna og daglegri umhyggju hans fyrir hverjum ein-
staklingi.
Slíkur misskilningur manna í kirkjunni á eðli Guðs hefir oft
verið talinn af utankirkjumönnum einkenni á allri kenning
kristindómsins um Guð; og afleiðingin af þvi hefir orðið sú,
að þeim mönnum hefir í reyndinni oft verið hrundið frá kirkj-
unni, sem hún hefði annars laðað að sannleika Krists. Þeim
virðist kirkjan halda fram Guði, sem sé ófullkomnari heldur
en sonur hans var.
Þá stafa aðrar rangar hugmyndir um Guð af ófullkominni
viðurlcenningu á heilögum anda og starfi hans í allri mann-
kynssögunni fyr og nú. Jesús hélt því fram, að alt lífið væri
starfsvið guðdómsins. Kirkjan er skyld til þess í kenningu
sinni að halda fast fram þeim skilyrðum, sem þurfa að vera
fyrir hendi til þess, að vér getum treyst fyrirheitinni huggun
hans og leiðsögn andans, en það getur orðið og á að verða án
þess, að hugmyndin þrengist um „Guð og föður allra, sem er
yfir öllum, með öllum, í öllum“.
Skilningur manna á Guði hlýtur að fara nokkuð eftir þekk-
ingu þeirra á alheiminum, sem Guð hefir skapað og maðurinn
er frá kominn eins og andleg vera. Vér höfum þegar skírskotað
til vísindarannsókna síðustu aldar, sem miða að því að leita
upphafsins og að samanburði, sem hefir breytt öllu trúar-
bragðanámi nútimamanna. Það er skylda kirkjunnar, að setja
bæði hina nýju útsýn yfir náttúruna og víðsýnina, scm fengist