Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 217
Prestaféiagsritið. Kenning kristind. um Guö.
203
hefir við trúarbragðarannsóknina, i samband við kenning
kristindómsins um Guð, og íhuga jafnframt, hvort algengar
hugmyndir um Guð sjálfan samsvari þessari nýju opinberun
um sköpunarstarf hans. Að öðrum kosti getur kirkjan ekki int af
hendi hlutverk sitt, að halda áfram starfi höfundar sins á jörð-
inni, meistarans, sem nefndur var.
Hér þarf aftur að grafa niður á upphaflegu undirstöðuna.
Önnur störf hafa á síðustu tímum skygt á kenningu kirkjunnar.
Það hefir verið skortur á fræðslu um fullveldi Guðs í mann-
lifinu og hver nauðsyn sé að skilja það, að allir þræðir lífs
vors séu i hendi hans. Þeim, sem falið hefir verið fræðslustarf
kirkjunnar, og þá prestunum fyrst og fremst, er skylt að leið-
rétta skakkar hugmyndir í þessum efnum.
Á Englandi hófu erkibiskuparnir í Kantaraborg og Jórvik við-
leitni í þessa átt í hirðisbréfum sinum 1929, og var máli þeirra
vel tekið i hverju biskupsdæmi. Þessi hreyfing, „Endurnýjunar-
stefnan“, sem svo hefir verið nefnd, hefir einnig komið víðar
fram t. d. í Biskupakirkjunni i Bandaríkjunum, og taka bæði
prestar og leikmenn þátt i henni. Á Englandi birtist einnig nú
hjá leikmönnum sterk þrá eftir Guði. Vér trúum því, að sinnu-
leysið sé að hverfa og heit og djúp löngun vakin hjá mönnum
til þess að elska Guð af öllum huga. Það er hlutverk kirkjunnar
að rétta þessari nýju þrá systurhönd og leiða hana og beina
nútímaþekkingunni, sem fengist hefir, að þvi að snúa hugum
manna til Guðs.
Vér hverfum nú að því að benda á nokkur þau tækifæri, er
kirkjunni hafa gefist til þess að beina hugsun manna og ástund-
un í þessa átt. En fyrst vildum vér halda því fram, að miklu
meiri áherzla skyldi lögð á hugsanáþroskann eins og eina
dygðina í lífi kristins manns. Kristindómsfræðslunni er of oft
talið lokið með fermingarundirbúningnum. Hver nýr altaris-
gestur ætti að vita, að fermingin er aðeins upphaf, og að and-
legur þroski er kominn undir vaxandi skilningi á sannindum
kristindómsins. Námsflokkar og samtalsflokkar ungra manna
og fullorðinna ættu að vera í hverri sókn. Og þeir eru þegar
farnir að myndast.
En fræðsluskylda kirkjunnar nær einnig út á önnur svið.
Hvaða áhrif getum vér haft á fræðslukerfi, sem vér höfum enga
umsjón með, en eigum þó að hafa áhrif á til trúar? Þar eru
tækifærin misjöfn í ýmsum löndum. Það mun vera eitt af fyrstu
verkefnum allrar kirkjunnar á komandi árum að finna, hversu
þau tækifæri opnast fleiri og fleiri, þar sem samúð er sýnd og
þolinmæði, og hvernig þeirra verður bezt neytt. Það virðist ljóst,