Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 219
Prestafélagsritið.
Kenning kristind. nm Guð.
205
reynum að þekkja vilja hans og koma hug vorum í samræmi
vi'ð fýrirætlanir hans. Vér trúum því, að Guð gefi svar við bæn-
um. Hann gefur ráð, þegar menn eru i vanda staddir, kraft og
hugrekki i erfiðleikum. Vér álítum lög náttúrunnar hans lög,
vér álitum hann vera æðstan í alheiminum og ekkert hindra
guðdómsmáttinn frá því að heyra bænir.
Alstaðar þar sem trú er hrein, nálgast menn á einhvern hátt
Guð í bæn. Þroskuð guðshugmynd, sem leiðir af opinberun
Jesú Krists, veldur því einnig, að hugmyndin um bænina hækk-
ar að sama skapi. Hann, sem vér biðjum, opinberast skýrar.
Vér biðjum í nafni Jesú Krists, sem sjálfur fann bænarþörf
manna. Og andi Krists dvelur í samfélagi þeirra, sem biðja.
Drotlinlega bænin, sem er fyrirmynd kristinna bæna, er bæn
til föður. Hún bendir á hin sönnu markmið, sem kristinn mað-
ur á að leita í bænum sínum. Fyrst er hún um dýrð Guðs, vilja
hans og ríki, og því næst beinist hún að bót við þörfum mann-
anna. Kenningin um heilagan anda birtir nánar, hvað felst í
kristinni bæn. Heilagur andi var gefinn samfélagi trúaðra manna,
eins og ljóst er af orðum Krists. Það er aðeins fyrir heilagan
anda, að samfélagið milli safnaðarins og Guðs verður áhrifaríkt.
Þetta sérkennilega starf slíks safnaðar sýnir, hver munur er
á kristinni tilbeiðslu og annari leit að Guði. Það var til þess að
kristnir menn skyldu hafa frjálsan tíma til guðsþjónustu, að
kirkjan breytti hvíldardegi Gyðinga i vikulega upprisuhátíð.
Og hið sérkennilega guðsþjónustuform kristinna manna varð
til. Þar skiftust á bænir, lof og þakkargjörð, lestur orðsins og
prédikun, syndajátning, upplestur trúarjátningar kristinna
manna og boðun fyrirgefningar Guðs, náðar og friðar.
Þegar vér lítum til baka yfir trúarbragðasöguna, þá er það eitt
einkenni á trúarbrögðunum fyrir daga Krists, sem sérstak-
lega vekur athygli vora, menn áttu svo erfitt með að treysta
því, að þeir kæmust í raun og veru í náið samband við Guð
með bænum sínum og fórnum. „Sálmarnir“ leggja hér og þar
áherzlu á, hve erfitt það sé, og það dylst ekki heldur á öðrum
stöðum í Gamla-testamentinu. En þegar bæði miklu sakramenlin
voru stofnsett, þá var ekki lengur hægt að efast um það, að menn
gætu nálgast andlegan veruleika. Kirkjan hefir altaf kent það,
að skírnþegi yrði við skírnina í raun og veru limur á líkama
hennar. Og á líkan hátt kennir kirkjan, að kvöldmáltíðargest-
irnir minnist þeirrar fórnar og tileinki sér þá fórn, sem eitt sinn
var færð fyrir alla á krossinum.
Þessvegna ætlast kirkjan til þess, að kvöldmáltíðin sé æðsta
tilbeiðsla kristinna manna. Þar nálgast allur söfnuðurinn með