Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 220
206
Kenning kristind. um Guð. Prestaféiagsritiö.
ljósri meðvitund hásæti Guðs og finnur til nálægðar hans og
sér, að fórnin hefir afmáð J>að, sem skilur Guð og mennfna.
Kenning kristindómsins um Guð birtist í mörgum myndum,
eins og vér höfum þegar séð. En tvær stefnur hafa birzt í til-
beiðsluþróun kirkjunnar, sem leggja áherzlu á það í kenning-
unni, er eklci skyldi. 1. Hið mikla aðdráttarafl frá æfi Krists á
jörðinni hefir beint svo tilbeiðslu manna að manninum Kristi,
að skygt hefir á skyldleika hans við föðurinn, 2. Tilhneiging
kemur fram til þess að einskorða um of nálægð Krists við
kvöldmáltíðina og jafnvel við sjálf kvöldmáltiðarefnin. Fyrri
stefnunni sézt yfir það, að með komu heilags anda birtist ný
guðsopinberun. En síðari stefnan gjörir lítið úr starfandi þátt-
töku safnaðar heilags anda í kvöldmáltiðinni.
Vér höfum talið það nauðsynlegt að gagnrýna vissar stefn-
ur í guðsdýrkun vorra tíma, sem vér álítum hættulegar. En
ekkert gæti verið fjær oss en að vilja draga úr sannri hollustu
við drottin vorn. Vér viðurkennum það, að heitur kærleiki
til hans hafi jafnan verið sá leyndardómur, sem knúð hefir
hetjurnar til fylgdar við hann. Vér viðurkennum það, að sá
kærleiki til hans einn hefir aukið þekkingu manna á eðli hans
og gefið þeim von um það, að komast lengra inn i leyndardóma
Guðs. Vér könnumst fyllilega við það, að auk helgisiðatilbeiðslu
kirjunnar þurfi kærleikurinn til Krists að koma fram í mörg-
um myndum. Á siðustu timum hafa menn glögt fundið gildi
ákveðinna tilbeiðslustunda, þar sem þögn og íhugun hefir ríkt.
Og það er einnig þörf á bænum af munni fram og frjálsari til-
beiðslu. En í öllu slíku er kenning Krists mælikvarðinn. Vér
tilbiðjum föðurinn fyrir soninn með fulltingi heilags anda. Og
þeir sem tilbiðja, verða að tilbiðja hann í anda og sannleika.
ÆSKAN OG KÖLLUN HENNAR.
Úr nefndaskýrslum Lambeth-fundarins 1930. — Útdráttur.
I.
Vér viljum fyrst og fremst andmæla kröftuglega þeirri stað-
hæfing, að æskulýðurinn nú á dögum standi yfirleitt að baki
æskulýð fyrri kynslóða að siðgæði og trú. Vér sjáum þvert á
móti á öllum sviðum mjög gleðilegan vott um ábyrgðartilfinn-
ing ungra manna, áhuga þeirra á góðum málum, heita þrá þeirra