Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 222
208
Æskan og köllun hennar.
Prestafélagsritið.
ismálum og hamingju manna. Einkum á þetta heima um rit
vissra höfunda, sem halda fram slíku sambandi karla og kvenna,
að það stríðir beint á móti meginreglum kristindómsins.
Þá viljum vér leggja áherzlu á það, að fjárhagsörðugleikar hafi
ill áhrif í för með sér. Húsakynnum er svo farið í mörgum
borgum og þorpum, að fjölda af ungu fólki er nálega ókleift að
halda virðingunni fyrir sjálfum sér og komast hjá því að spill-
ast af umhverfinu. Stefnir að því, að Guði sé bægt burt úr lífi
þess. Ennfremur neyðir óvissan uni afkomuna marga í grimmri
samkepni nútimans til þess að einbeita kröftunum að efnalegu
hliðinni á lífinu, en áhuginn á andlegu gæðunum, manngæzk-
unni, fegurðinni og sannleikanum, verður hornreka.
Enn hefir það víða mjög spillandi áhrif á æskulýðinn, að
hann vantar fasta atvinnu. Það böl nær um heim allan. Á Eng-
landi t.d. eru engar horfur á fastri stöðu fyrir mikinn hluta
þeirra, sem útskrifast úr skólunum, heldur verða þeir að leita
atvinnu sinnar á hlaupum. Þannig finna þeir það á hættuleg-
ustu árum æfinnar, að þrótturinn eyðist í stað þess að vaxa
við undirbúninginn undir nytsamt og farsælt æfistarf. Skort-
ur á virðingu fyrir sjálfum sér og ábyrgðartilfinningu hlýtur að
leiða af því. Hæfileikinn til starfa minkar við það að geta enga
vinnu fengið, og jafnframt fyllist hugurinn beiskju.
Það virðist alloft vera svo, að unga fólkið finni ekki í kirkju-
lífinu skipulagsbundna þá ástúð og félagsanda, sem ætti að ein-
kenna kristið félag. Það er einnig fljótt að finna alla ósamræmi
milli daglega lífsins og trúarjátningarinnar hjá kirkjufólkinu.
Þegar það er í kirkju, virðist því oft guðsþjónustan vera ósönn,
bundin við formið eitt og ófullnægjandi. Það spyr um einlægni
prédikarans. Og það fær sjaldan svör við vandamálum trúarinn-
ar, siðfræðinnar og lífsins, sem búa i hugum þeirra.
Það er enginn efi á því, að ókristni og napri flokksandinn
eykur djúpið milli þess, sem bezt er hjá æskunni á vorum dög-
um, og skipulagsbundinna trúarbragða.
Einnig ríkir sú sannfæring hjá unga fólkinu, að foreldrar
þess hafi ekki borið gæfu til að bæta heiminn, heldur hvili á
þeim höfuðábyrgðin á þeim erfiðleikum, sem uppvaxandi kyn-
slóð á nú við að stríða.
II.
Vér skulum nú rannsaka aðferðirnar, sem kirkjan þarf að
beita til þess að aftra þeim stefnum, sem reisa múra milli kirkj-
unnar og æskunnar.
Oss þykir það mestu varða, að prestar og aðrir leiðtogar
virði nákvæmlega fyrir sér horfurnar nú fyrir æskumönnun-