Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 223
Prestaféiagsritið. Æskan og köllun hennar.
209
um bæði alment og í sóknum sínum, og minnist þess, að flestir
hinir yngri sóknarmanna þeirra muna aðeins óglögt eftir
heimsstríðinu og lifa í giörbreyttum heimi frá því, sem var i
tið eldri manna. Þeir eru á reiki og í óvissu um það, sem
liefir trúarlegt og siðferðilegt gildi, og þeir litast um eftir leið-
sögn þeirra, sem eru einarðir, sannir og hreinskilnir í kenn-
ingu sinni. Ef þeir finna ekki þá leiðsögn i krkjunni, þá munu
þeir leita hennar annars staðar.
Þetta minnir oss á mikinn flokk ungra manna, er hefir
leitað trúarþrá sinni svölunar í vissum félagsskap, sem er
trúarlegs eðlis í raun og veru, en stendur ekki í neinu sam-
bandi við kristnina sein stofnun. Slíkir menn hafa brenn-
andi áliuga á þjóðfélagslegum umbótum og á þvi að hjálpa
þeim, sem eiga erfiðara en þeir sjálfir. Vér erum sannfærðir
um það, að kirkjan hefir mikið að læra af þrótti, eldmóði
og félagsanda slíkra hreyfinga. En jafn sannfærðir erum vér
um það, að kirkjan getur mjög stuðlað að fullum þroska þess,
sem bezt er hjá þeim.
Sá félagsskapur, sem nú er innan kirkjunnar, hefir þegar
unnið glæsilegt starf fyrir æskulýðinn, og það er skylda prest-
anna að færa sér hann í nyt og styðja hann.
Vér álítum einnig, að það sé skylda kirkjunnar að kynna
sér aðrar æskulýðshreyfingar, ,sem laða menn að sér, af því
að þær virðast fullnægja þörfum nútímans.
Skátahreyfingin hefir fest oss þetta í huga. Framúrskarandi
vöxtur hennar og viðgangur er þvi að þakka, hversu hún heit-
ir á imyndunarafl og metnað æskunnar.
Ákveðin beiðni frá skátunum hefir verið lögð fyrir Lam-
beth-fundinn um þá hjálp, er hann megi veita þeim og kven-
skátahreyfingunni til þess að byggja störf sín á traustari
trúargrundvelli og varðveita hugsjónina háu um hlýðni við
Guð og bræðralag allra þjóða heimsins, hvað sem líður trúar-
játningum eða litarhætti.
Þessa beiðni felum vér kirkjunni til mjög alvarlegrar íhug-
unar og vonumst til, að henni verði tekið með veglyndi og
samúð í öllum þeim löndum, þar sem þessar hreyfingar vinna
verk sitt.
Það er einnig æskilegt, þar sem slíkt getur átt sér stað, að
prestar og aðrir leiðtogar taki þátt í þjóðfélagslegum velferð-
armálum meðal ungra manna.
En árangurinn af starfi slíkra hreyfinga er jafnan kominn
undir persónulegum áhrifum. Er það mikill vandi að finna
ráð til þess hjá fjölmennum þjóðum að koma á fót nánu sam-
14