Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 224
210
Æskan og köllun hennar. PrestaíéiagsrHiö.
bandi milli prestanna og æskunnar. Vér hyggjum, aS þar verði
að fara að líkt og drottinn vor gjörði, byrja starfið meðal
fárra og láta svo verksviðið færast út. 1 litlum sveitasóknum
geta verið mikil persónuleg kynni milli sóknarprestsins og
safnaðarmanna hans ungra og gamalla, en jafnvel þar — og hvað
þá í kaupstaðasóknunum fjölmennu — hyggjum vér, að það sé
eina vonin að fylgja dæmi drottins vors og láta starfið smám
saman vaxa út á við, velja þá úr, sem hæfastir eru til forustu
og kenna þeim og efla trúboðsáhuga þeirra, svo að þeir geti
farið út og leitt aðra til Krists.
Það er kvartað yfir því, að æskan nú á dögum sé ófús til
þess að beygja sig fyrir fullyrðingum, hvort heldur er frá kenn-
urum eða ritningunni, en eitt er jafn áhrifamikið og nokk-
uru sinni fyr, það er dæmi kristins manns, sem trúir því, er
hann kennir, og breytir eftir því.
Vér hyggjum, að nútimakirkjan verði að heyja striðið fyrir
hjarta og samivzku æskulýðsins á þremur vígstöðvum að minsta
kosti: vitsmunasviðinu, andlega sviðinu og í verkinu.
Gegn mörgu rígskorðuðu og bölsýnu i sálarfræði vorra tíma
verður kirkjan að halda fram mætti Krists, er megnar að sam-
eina það, sem er sundurlaust og á reiki hjá mönnunum, svo
að samhjóðan kemst á milli hugrenninga og breytni. Kraftur
frá hæðum verður að streyma til æskunnar og ryðja braut
hugsjónum bræðralags og þjónustu, — flytja með sér þau verð-
mæti lífsins, sem engin þjóð né öld getur án verið, og þó
lifað hamingjulífi, og breiða út fyrir Guðs náð þau helgu gæði
lífsins, sem öllu sönnu og frjósömu lífi eru nauðsynleg.
Til þessa verður kirkjan að bæta og lifga kenslu sina í kirkj-
um, skólum og heimilum.
Vér ætlum, að það sé ekki síður breytni vor en boðskapur,
sem eftir er tekið. Kirkjan verður að sanna fyrir æskunni mátt
trúarinnar til þess að breyta félagslífi voru nú í það horf, að
lögmál Krists birtist þar með sigurmætti. Jafn mikilsvert er
það, að vér búum kenning vora í hugsanabúning nútimans,
ef vér ætlum að geta öðlast fylgi æskunnar, og fagnaðarer-
indið verðum vér að heimfæra upp á þarfir nútimalífsins.
Æskan bíður óþolinmóð eftir ákveðinni leiðsögu frá kirkjunn-
ar hálfu, einkum: a) að þvi er snertir öflun fjár og meðferð þess,
og b) styrjaldir.
Vér hyggjum, að æska þessarar kynslóðar hafi heilbrigða sál.
Hún hefir tekið upp tjöld sín og er lögð af stað, og þótt hún viti
ekki altaf, í hvaða átt stefnir, þá svipast hún eftir leiðtogum og