Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 225
Prestaféiagsritio. Æskan og köllun hennar. 211
vill fylgja þeim, svo framarlega sem þeir eiga heilbrigt veg-
söguþor.
Það er ómögulegt að skiljast svo við þetta efni, að vér bend-
um ekki á hið einstæða tækifæri, sem fermingin gefur prest-
unum, til þess að hafa áhrif á æskulýðinn. Þar er fjöldi ungra
manna á þeim aldri, sem þeir eru næmastir fyrir, falinn prest-
um sínum, svo þeir fái um hríð að heyra ákveðnar kenning-
ar kirkjunnar. Þeir eru venjulega í flokkum, en þó er þar
ærið tækifæri til þess að tala við þá hvern fyrir sig og leiðbeina
þeim. Það er ekki unt að meta gildi sliks undirbúnings of
hátt, þegar menn gjöra sér það ljóst, að ítrekun skirnarheits-
ins er sama sem að bjóða líf sitt með ráðnum huga í þjón-
ustu Krists, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
En kirkjan hlýtur að viðurkenna og harma þá staðreynd,
að þótt fjöldi ungmenna fermist ár eftir ár, þá vex engan veg-
inn að sama skapi tala reglulegra altarisgesta eða jafnvel tala
sannfærðra og trúrra kirkjumanna. Vér virðum fyllilega þær
aðferðir, sem mjög eru tíðkaðar til þess að lialda fermdum
ungmennum í nánu sambandi við kirkjuna, en hagfræðiskýrsl-
ur og reynslan sanna þáð, að einhlítt ráð hefir enn elckert fundist.
III.
Aðalstarf kirkjunnar er það, að koma með Guð til mannanna
og mennina til Guðs og vera farvegur, sem líf Guðs og kær-
leiki streymir um til heimsins. Hvernig hún leysir þetta mikla
hlutverk af hendi, fer fyrst og fremst eftir breytni henn-
ar. Einu sannfærandi rökin fyrir gildi kristindómsins eru
þau að sýna það í lífi mannanna. En samfara sliku dæmi á
að kenna kristindóm. Aðferð drottins sjálfs sýnir, hvilíka á-
herzlu verður að leggja á það. Hann kom til þess að boða
hinar sönnu hugmyndir um Guð og mann og sýna, hvert líf
skyldi af þvi leiða. Hann kendi trú. Festuleysið nú, sem ein-
kennir sérstaklega yngri kynslóðina og veldur þvi, að víða er
deilt á trú og siðgæði kristninnar, lagast að vorri hyggju því
aðeins, að kirkjan reynist trúrri þvi starfi, er drottinn fól
henni.
Þetta hefir þá nauðsyn i för með sér fyrir þá, sem kallaðir
eru til fræðslustarfsins, að þeir verða að koma auga á gildi
trúar vorrar og kristilegrar reynslu i sambandi við vandamál
nútímans, og jafnframt taka fult tillit til þekkingar vorra daga
og þeirra sérstöku erfiðleika, sem æskan horfist i augu við.
BezLu menn ungu kynslóðarinnar í hverjum söfnuði og hverju
landi leita ekki aðeins þeirrar trúar, jsem veitir þeim ör-
uggan siðferðisgrundvell, heldur gefur þeim einnig þrótt til
14*