Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 226
212
Æskan og köllun liennar. Prestateiagsritiö.
þess að keppa að þeirri hugsjón, sem þeir finna í hjarta sínu,
að er fegurst og bezt.
Ef kirkjan því vill reynast trú starfi og fordæmi drottins síns,
þá verður hún að sjá um samfelda fræðslu um kristna trú
og líf hörnum sínum til handa — og öllum þeim, er leita
starfandi trúar. Til þess að fullnægja þeirri kröfu verður hún
að beina fræðslu sinni ekki siður til skynseminnar, en til hjarta
og samvizku og vilja. Hún verður að boða Krist ekki að-
eins fyrirmyndina í lífinu, heldur eins og opinberun
um hina sönnu hugsjón Guðs og manns. Hún verður
að boða Krist ekki aðeins sem veginn og sannleikann, held-
ur sem lífið — uppsprettu andans og máttarins, sem ein gjör-
ir þá, er ganga honum á hönd, megnuga þess að lifa lífinu
að vilja hans. Það hefir aldrei verið nóg, og er það ekki held-
ur enn í dag, að hvetja mennina til þess að vera góða. Krafa
æskulýðsins til kirkjunnar er sú, að hún kenni honum, hvern-
ig hann eigi að fara að þvi að vera góður. Þessvegna á að leggja
meiri áherzlu á það að kenna, hvernig biðja skal og komist
verður í samfélag við Guð.
Ennfremur kann yngri kynslóðin aðeins við sig í sönnum
kristilegum félagsskap. Vér teljum það því lífsnauðsyn, að
slíkur félagsskapur innan kirkjunnar reynist sannur í augum
hennar.
Síðast en ekki sizt verður að boða kristindóminn eins og
kröfu til alls heimsins, eigi hann að ná til þess, sem bezt er
hjá æskumönnum vorra tíma. Kristur einn getur leyst öll vanda-
mál lifsins, mál einstaklingsins, félagsmálin, hagsýnismálin,
iðnaðarmálin, þjóðarmálin og alþjóðlegu málin. Það er ein-
kenni á upprennandi kynslóð nú á dögum, að hún beitir frjálsri
rlannsókn við trú og siðgæði og ræðir sín í milli. Það er því
ætlun vor, að kristinfræði eigi að kenna þannig, að þeim, sem
læra, gefist kostur á að láta i ljósi skoðanir sínar. Nýfengin
reynsla, bæði í trúboðsskólum og öðrum skólum, þar sem um-
ræður fara fram um trúmál, sýnir, að slík aðferð er vænleg
til áhrifa.
Þá viljum vér minna kirkjuna á aðferðina, sem drottinn vor
sjálfur hafði til þess að afreka það, sem hann kom til að vinna.
Hann gekk um kring, gjörði gott, læknaði sjúka, huggaði harm-
þrungna og gladdi einstæðinga. Hann prédikaði fyrir mann-
fjöldanum, hann knúði menn til að hugsa, hann varpaði út
neti sínu víðsvegar. En þó virðist megnið af tima hans hafa
farið til þess að kenna og efla með persónulegum áhrifum
sínum þroska fáeinna manna, sem hann valdi úr öllum þeim,