Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 227
Prestaféiagsritið. Æskan og köllun hennar.
213
er hlustuðu á hann, til þess a'ð hann gæti sent þá út til að
sækja fleiri i hópinn. Vér erum sannfærðir um það, að með
þessum eina hætti getur kirkjan leitt til Krists unga og gamla.
Hún getur það því aðeins, að hún sendi frá sér verkamenn,
sem hafi sjálfir öðlast þroska til þess að boða trú hver i sín-
um verkahring. Það á að vera höfuðhlutverk prestanna að
koma sér upp slíku einvalaliði hver i sinni sókn og senda það
til þess að boða trú ungum og gömlum.
Þar sem ekkert getur komið í staðinn fyrir heimilisáhrifin,
þá er það lífsnauðsyn, að foreldrarnir geti fengið tækifæri til
þess að læra, hvernig þeir eigi að veita börnum sinum fræðslu
um kristna trú og kristið líf. Vér fögnum þeim tilraunum, sem
hafa þegar verið gjörðar til þess að reyna að bæta úr þeirri
þörf.
Þá er brýn þörf á því, að prestarnir fái undirbúning i því
að kenna. Það mundi verða stór framför fyrir kirkjuna, ef
þess væri krafist af öllum kandidötum, áður en þeir tækju
vígslu. Svipað er að segja um æskulýðsleiðtoga. í sumum
prestaköllum hefir verið reynt að bæta aðstöðu þeirra með
því að gefa þeim kost á tilsögn i þessum efnum, samtalsfund-
um og sambæn.
Um kennara í dagskólum og sunnudagaskólum viljum vér
hér ekki segja annað en það, að vér tökum af öllu hjarta undii
þá viðurkendu skoðun, að allir kennarar í trúarbragðafræðum
eigi ekki aðeins að trúa því, sem þeir taka að sér að kenna,
heldur hafi einnig góða æfingu i því að kenna það, sem þeir
trúa. Nýtt og gott skipulag á sunnudagaskólum gæti einnig
verið mjög mikilsvert.
PRESTAFÉLAQIÐ.
1. Bókaútgáfa.
í ráði er að gefa út bók eftir séra Magnús Helgason skóla-
stjóra, er flytji erindi og fyrirlestra, sem hann hefir haldið í
Kennaraskólanum og viðar. Þarf ekki að efa að margir muni
vilja eignast þá bók, því að alkunnugt er, hve öllum þeim, er
átt hafa kost á að hlusta á fyrirlestra séra Magnúsar, hefir þótt
mikið til þeirra koma. Eitt af erindum séra Magnúsar flutti
„Prestafélagsritið” árið 1923. Það hét „Skilað kveðju" og var um