Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 228
214
Prestafélagið.
Prcstafélagsritiö.
norska hugsjónamanninn Kristofer Bruun. Mun mörgum, er lásu
eða heyrðu þetta erindi, það minnisstætt, en svo mun hafa ver-
ið um öll önnur erindi séra Magnúsar. Þykir félagi voru þvi
vænt um að eiga kost á að gefa út bók þessa, og væntum vér
þess fastlega, að hún fái mikla útbreiðslu. Ritlaun fyrir bók-
ina hefir séra Magnús ákveðið að renni i „Barnaheimilissjóð“.
Ekki ætti það að draga úr sölu bókarinnar.
Þá kemur „Prestafélagsritið“ í þrettánda sinnið til manna, og
vonum vér, að þvi verði vel tekið eins og að undanförnu, verði
lesið og keypt af mörgum.
2. Afskifti af frumvörpum kirkjumálanefndar.
Áskorun var. send til Alþingis 6. marz þ. á., þar sem skorað
var á það, að taka frumvörp kirkjumálanefndar til fullnaðar-
afgreiðslu á þingi 1931. Var áskorun þessi undirrituð af 74
prestum íslenzku þjóðkirkjunnar, og þar sérstök áherzla lögð á
mál þau, er hér skal greina:
„1. Kirkjuráð. Vér teljum stofnun þess miða að þvi, að kirkju-
leg löggjöf verði betur athuguð og undirbúin, og að kraftar kirkj-
unnar sameinist meir til sjálfstæðra starfa að andlegum mál-
um og mannúðarmálum.
2. Húsabyggingar á prestssetrum. Vér álítum frumvarp kirkju-
málanefndar þar stefna að miklum bótum, þvi að núverandi
fyrirkomulag er algerlega óviðunandi. En vér teljum óhjákvæmi-
legt að hækka framlag ríkissjóðs, og að prestar þurfi ekki að
bera einir áhættuna af því, að byggingarkostnaður fari fram úr
áætlun. Væntum vér, að Alþingi verði við þeirri ósk vorri, þar
sem það hefir þegar i löggjöf sinni stutt að bættum húsakynn-
um í landinu.
3. Ábúðarkjör verði samræmd við kjör annara leiguliða rík-
isins, svo sem auðið er.
4. Embættiskostnaður. Prestar eiga ekki síður rétt á því en
aðrir embættismenn að fá greiddan útlagðan embættiskostnað.
5. Bókasöfn og utanfarir. Hvorttveggja miðar að því að bæta
úr andlegri þörf safnaða og presta.
6. Launakjör presta teldum vér sanngjarnt, að yrðu sett í sam-
ræmi við laun annara embættismanna, sem hafa haft sama eða
svipaðan námskostnað. Þá er auðsætt, að ekki er til ofmikils
mælst, að föst byrjunarlaun verði 3000 lcrónur og hækki um
500 kr. þriðja hvert ár upp í 4500 krónur“.
3. Deildir félagsins.
Ný deild bættist við á liðnu félagsári. Var hún stofnuð í sept.