Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 229
Prestafélagsritið.
Prestafélagið.
215
1930 á fundi í Borgarnesi og nefnd ,,Hallgrímsdeild“. í deildina
gengu 12 prestar. Stóð stofnfundurinn í tvo daga óg var hinn
ánægjulegasti. Var þar meðal annars rætt um það, að prestar á
deildarsvæðinu messuðu hver hjá öðrum og samþyktir gjörðar
um, hvernig þeim messum skyldi hagað. Einnig var rætt um
samvinnu prestanna við skóla á félagssvæðinu og ályktanir
gjörðar um framkvæmdir. Ennfremur var rætt um trúmála-
ágreining. Urðu þær umræður til þess, að fundarmenn skildu
betur 'hver annan, og sáu, að þrátt fyrir skoðanamun i ýms-
um atriðum, var þó enn fleira og mikilvægara sameiginlegt.
Guðsþjónusta var haldin í Borgarnesi i barnaskólahúsinu í
sambandi við fund þennan. Séra Þorsteinn Briem prédikaði
og lagði út af orðunum Róm. 7, 19—25 a.
í stjórn voru kosnir: Séra Þorsteinn Briem, séra Magnús
Guðmundsson og séra Eiríkur Albertsson.
LÖG
Prestafélagsdeildarinnar „Hallgrímsdeild“,
samþykt á prestafundi í Borgarnesi þann 9. og 10. sept. 1930.
1. gr.
Deildin heitir „Hallgrímsdeild“.
Deildarsvæðið nær yfir Borgarfjarðar-, Mýra-, Snæfellsness-
og Dalaprófastsdæmi og syðstu prestaköll í Stranda- og Barða-
strandarprófastsdæmum.
2. gr.
Deildin vill glæða áhuga presta á öllu því, er að starfi þeirra
lýtur, og samvinnu í andlegum málum, vera málsvari þeirra,
efla hag þeirra og sóma.
Deildin vill stuðla að samvinnu i andlegum málum, meðal
annars með því:
a) að halda sameiginlega prestafundi og almenna trúmála-
fundi svo oft, sem því verður við komið;
b) að örfa menn til gagnkvæmra heimsókna og aukinnar við-
kynningar, og bindast samtökum um, að prestar á félags-
svæðinu messi sem oftast hver hjá öðrum;
c) að glæða áhuga presta á kristilegri barna- og unglingastarf-
semi, og leita samvinnu um andleg mál við ungmennafélög
og skóla á félagssvæðinu.
Deildin vill vera í sem nánastri samvinnu við Prestafélag
íslands.
3. gr.
Allir prestvígðir menn, guðfræðikandídatar og guðfræðinem-