Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 230
216
Prestafélagið.
Prestafélagsritið.
ar, sem heima eiga á félagssvæðinu, eiga kost á að vera i
deildinni.
4. gr.
Deildinni stjórnar nefnd þriggja manna, er skifta sjálfir með
sér störfum.
5. gr.
Kosning stjórnar og tveggja varamanna fer fram á aðalfundi.
Kosningin gildir til þriggja ára.
6. gr.
Árstillög deildarinnar séu ekki lægri en 5 kr. á hvern félags-
mann.
7. gr.
Aðalfundir séu haldnir á hverju sumri.
Dagskrá skal auglýsa með hálfs mánaðar fyrirvara, en taka
má utan dagskrár, ef fundurinn Ieyfir.
Á aðalfundi ræður afl atkvæða í öllum málum, nema þeim,
sem lúta að breytingu á Iögum félagsins. Til lagabreytinga þarf
% atkvæða þeirra, sem á fundi eru, enda séu a. m. k. % deildar-
manna á fundi.
Aukafundi skal halda, er stjórnin ákveður, eða helmingur fé-
lagsmanna óskar þess.
Annan fund sinn ætlar „Hallgrímsdeild" að halda i Reykholti
sunnud. 6. sept. þ. á. Á hann að byrja með almennri guðsþjón-
ustu, en síðan flutt erindi fyrir kirkjugestum með umræðum
á eftir. Aðalmálið á dagskrá þennan dag er „Iíirkjan og æskan“.
Næstu daga halda prestarnir áfram að ræða ýms fleiri fundar-
mál t. d. „Kirkjan og verkamannamálin".
Er mikið gleðiefni að hafa eignast þessa nýju deild, og má
mikils góðs af henni vænta.
„Prestafélag Vestfjarða“ gaf á síðastliðnu ári út 2. árgang af
ársriti sinu. „Lindin“ er fjölbreytt að efni og að þessu sinni 148
bls. að stærð. Flytur þessi árgangur ræður eftir séra Jón Ólafs-
son, séra Sigtrygg Guðlaugsson prófast o. fl.; trúarljóð eftir
séra Þorstein Kristjánsson, séra Böðvar Bjarnason, séra Helga
Konráðsson, Böðvar frá Hnífsdal, Pétur Sigurðsson trúboða o.
fl.; erindi eftir séra Ilelga Konráðsson: „Hvað getur kirkja vor
lært af kirkjulegri einingarstarfsemi nútimans?“, eftir séra
Böðvar Bjarnason: „Hvað kennir Jesús um framhald lifsins?“,
o. fl. Þá eru greinar eftir séra Þorstein Kristjánsson: „Þar
sem engar vitranir eru“, eftir Sigurgeir prófast Sigurðsson um
„Helgiathafnir kirkjunnar" o. fl. Ennfremur eru minningar-
orð um séra Bjarna Símonarson prófast, safnaðarfréttir, rit-