Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 232
218
Prestafélagið.
Prestafélagsritiö.
múnista. Urðu fjörugar umræður um ýmislegt þau mál snert-
andi lil kl. 7,30.
Var þá fundarhlé til kl. 9.
Kl. 9 flutti séra Stanley Melax opinbert erindi í kirkjunni:
„Líf og hamingja“.
Kl. 10 morguninn 14. júlí flutti séra Friðrik J. Rafnar opin-
bert erindi í kirkjunni: „Um dauðann, dómsdag og annað lif“.
Var svo fundi haldið áfram í kirkjunni.
Út af nefndarkosning um hag prestsekkna samþykti fundur-
inn svohljóðandi ályktun:
„Fundurinn ályktar að fela vígslubiskupi að leita upplýsinga
hjá hlutaðeigandi kirkjuvöldum um réttindi prestsekkna með til-
liti til þess, að ekkjur ýmsra presta virðast hafa samkvæmt lög-
um vafasaman eftirlaunarétt, og koma fram þeirri sjálfsögðu
sanngirniskröfu, að úr því verði bætt“.
Næsti prestafundur var ákveðinn að Laugum i fyrri hluta júlí-
mán. 1932. Var orðað, að fundarmenn gætu þá farið sameigin-
lega ferð til Mývatns.
Ákveðið var að flestir fundarmenn færu snögga ferð heim
að Hólum, og var þar 14. júní gjörð svohljóðandi ályktun:
„Um leið og Prestafélag Hólastiftis lætur i Ijós ánægju sina
yfir endurbótum þeim, sem gjörðar hafa verið á Hóladómkirkju,
felur það vígslubiskupi að hlutast til um við þingmenn Skag-
firðinga, að framvegis verði í fjárlögum ætlað nokkurt fé árlega
til þess að kirkjan verði færð i sinn forna stíl“.
Austfirzku prestarnir ætluðu að halda fund á Seyðisfirði dag-
ana 8.—11. júlí þ. á., og var í ráði, að fundur austfirzkra kenn-
ara yrði haldinn samtímis og umræður um flest mál sameigin-
legar. En fundurinn fórst fyrir að þessu sinni.
4. Launamál presta.
14. maí 1931 sendi félagstsjórnin svohljóðandi bréf til allra
presta landsins:
„Eins og yður er kunnugt, náðu eklci fram að ganga á síðasta
þingi ýms merk kirkjumál og bætur þær á kjörum presta, sem
vér báðum um. Fyrir því telur stjórn Prestafélags íslands, ásamt
fleiri prestum, það nauðsynlegt, að bornar verði upp á lands-
málafundum fyrir frambjóðendum í vor þessar spurningar:
1. Viljið þér hlynna að málum þjóðkirkjunnar á Alþingi?
2. Viljið þér vinna að bótum á kjörum starfsmanna hennar,
án þess að fækka þeim?