Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 233
Prestaféiagsritíð. Prestafélagið. 219
Fyrir síðari spurningunni teljum vér rétt að bera fram þess-
ar ástæður:
1. Starfskjör presta eru þannig, að mjög margir þeirra fá ekki
gefið sig með óskiftum kröftum að prestsstarfi sínu, né held-
ur notið sin sökum fjárhagsörðugleika.
2. Þar sem kandidötum er orðið þetta ljóst, sækja þeir nú
færri en áður um prestsembætti. Af kandidötum síðan vor-
ið 1928 hafa t. d. 8 ekki enn sótt um prestsembætti.
3. Nemendum guðfræðideildar hefir síðustu árin fækkað mjög,
þótt fjölgað hafi i öðrum deildum Háskólans.
4. Tíiíndi hluti prestakalla stendur nú auður. Virðist sivax-
andi prestaekla framundan, nema eitthvað verði aðgjört.
Vér viljum biðja yður að sjá um það, að þessar spurningar
verði bornar upp á landsmálafundum i héraði yðar“.
Þá safnaði félagsstjórnin einnig skýrslum um efnahag presta,
sendi út eyðublöð, þar sem spurt var um eignir og skuldir
samkvæmt skattaskýrslu i árslok 1929 bg í árslok 1930.
Skýrslur þær, sem komu, sýndu, hve sumir prestar eru afar-
illa staddir fjárhagslega, einkanlega yngri prestarnir. Sýna
skýrslurnar og sanna það, sem allir kunnugir menn vissu áður,
að kjör presta hafa að undanförnu verið svo óhæfilega léleg,
að þeir hafa margir alls ekki getað notið sín þeirra vegna.
5. Aðalfundur 1931
var haldinn á Laugavatni 22.—24. júni að aflokinni prestastefnu
í Reykjavík 18.—20. júní og biskupsvígslu 21. s. m.
Fundurinn var óvenjulega vel sóttur. Komu á hann 53 menn
alls, þar af 47 prestvigðir, 4 guðfræðikandídatar, 1 guðfræði-
nemi og 1 trúboði.
Aðalverkefni fundarins, auk venjulegra fundarmála, var:
Eining kirkjunnar og áhrif hennar á þjóðlifið.
Var það rætt sem hér segir og þessir framsögumenn:
1. Eining kirkjunnar og einingargrundvöllur (Sigurður P.
Sívertsen).
2. Eining og margbreytni: a) í skoðunum (Þorsteinn Briem),
b) i störfum (Eiríkur Albertsson), c) i helgisiðum (Björn
Magnússon).
3. Meiri starfsþróttur (Bjarni Jónsson).
4. Kirkjan og æskan (Guðmundur Einarsson).
5. Kirkjan og verkamannamálin (Ásmundur Guðmundsson og
Gunnar Árnason).
Um öll þessi mál urðu miklar umræður, en ályktanir engar
samþyktar, nema þessar tvær út af síðasta málinu: