Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 234
220
Prestafélagið.
Prestafélagsritiö.
I. „Aðalfundur Prestafélags íslands óskar þess, að samvinna
megi vera milli prestastéttarinnar og þeirra, sem vinna í þjóð-
málum að bótum á kjörum fátækra manna og bágstaddra og að
jafnrétti allra. Kýs fundurinn fimm manna nefnd til þess nánar
að athuga, hvernig slíkri samvinnu geti orðið liáttað í einstök-
um atriðum. Leggi svo nefndin tillögur sinar fyrir næsta aðal-
fund Prestafélagsins“.
II. „Aðalfundur Prestafélagsins slcorar á Alþingi að setja
þegar á næsta þingi lög, er tryggi öllum fiskimönnum og bif-
reiðarstjórum nægilegan svefntima, og setji einnig lög um hvíld-
artíma þeirra á helgidögum þjóðkirkjunnar“.
í nefndina, sem getið er um i fyrri ályktuninni, voru þessir
kosnir: Ásmundur Guðmundsson dócent, séra Árni Sigurðsson
fríkirkjuprestur, séra Brynjólfur Magnússon, séra Eiríkur Al-
bertsson og séra Ingimar Jónsson skólastjóri.
Þá var kosin önnur nefnd til þess að koma með tillögur um
það fyrir næsta aðalfund, með hverjum hætti kirkjan gæti bezt
náð til að vinna fyrir æskuna. í hana voru kosnir: Séra Friðrik
Hallgrímsson, séra Þorsteinn Briem og séra Eirikur Brynjólfsson.
Fundurinn fór hið bezta fram og urðu þessir samverudagar
fundarmönnum til mikillar gleði og ánægju.
6. Stjórn félagsins.
Stjórnin var endurkosin. Hana skipa þvi:
Prófessor Sigurður P. Sívertsen, formaður.
Dócent Ásmundur Guðmundsson.
Dómkirkjuprestur Bjarni Jónsson.
Séra Friðrik Hallgrímsson, ritari.
Præp. hon. Skúli Skúlason, féhirðir.
Endurskoðendur voru einnig endurkosnir: Præp.hon. Krist-
inn Daníelsson og séra Þorsteinn Briem.
29. ágúst 1931.
S. P. S.