Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 235
Prestafélagsritið.
ÍSLENZKAR BÆKUR.
STÓRVIRKI LOKIÐ.
Almenn kristnisaga dr. Jóns Helgasonar biskups. IV. bindi.
Eftir Magnús Jónsson prófessor.
Átján ár li'ðu, frá því er fyrsta bindi kom út af Almennri
kristnisögu eftir Jón Helgason, sem þá var prófessor í guðfrœði
við hinn nýstofnaða háskóla vorn, og þar til er síðasta bindi bók-
arinnar kom út hátíðarárið 1930. Og vafalaust er óhætt að segja,
að verk þetta hafi staðið yfir i 20 ár, ef talið er frá upphafi
þess, er höfundurinn fór að vinna að verkinu.
Bók þessi er nú i 4 bindum, mn 1500 blaðsíður, en samt sem
áður mætti ef til vill ætla, að höfundur hennar væri ekki sjer-
legur afkastamaður, að vera 20 ár að þessu. Eru þó margir, sem
ekki rita meira um æfina, þótt aðstöðu hafi eins góða. En hér
er annað í efni. Því að þegar þrjú bindi voru komin út af bókinni,
hætti höfundurinn við hana um sinn og fór að vinna annað.
Skaut hann þarna inn á milli bindi eftir bindi um kirkjusögu
íslands, á íslensku, dönsku og sænsku, svo að afsakanlegt fer
að verða og skiljanlegt, þó að nokkurt hlé kæmi á um almennu
kristnisöguna.
En nú er hún þá komin öll. Eins og áður er sagt, er hún um
1500 blaðsíður. Og þær 1500 blaðsiður eru ekki neinir útþyntir
skraddaraþankar um daginn og veginn, heldur samanþjappaður
fróðleikur. Gjörir þetta bókina ekki jafn skemtilega aflestrar, en
aftur á móti ómetanlega sem forðabúr að fróðleik um kirkju-
söguleg efni. Ætti hver bókamaður að eiga hana, þótt ekki væri
til annars en þess, að geta jafnan haft handbæran mikinn fróð-
leik um hvert kirkjusögulegt efni, sem hann vill um vita. Eru
efnisskrár góðar með 2. og 4. bindi, yfir tvö bindi hvor, svo
fljótlegt er að finna hvað eina.
Þetta siðasta bindi (IV. bindið), sem höfundur kallar „Nýju
öldina“, tekur yfir timann frá miðri 16. öld, og það til „vorra“
tíma. Lætur höfundur staðar numið við upphaf styrjaldarinnar
miklu 1914, og nær þannig tvö ár fram yfir þann tíma er verk-
ið var hafið.