Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 236
222
íslenzkar bækur.
Prestafélagsritið.
Þessu tímabili skiftir hann í þrjá megin kafla.
A. Gagnsiðbótar- og réttrúnaðartímabilið (1555—1689).
Það eru brestirnir í máttarviðunum, þegar hin mikla bygging
er að taka sig eftir fellibylji siSaskiftatímanna, sem heyrast i
upphafi þessarar frásagnar. Upp úr kaos mótast kosmos, upp úr
hinu mikla brotasilfri fara aS mótast ákveðnar myndir. Ka-
þólska kirkjan gengur skert, en þó stælt af hólmi. Mótmælenda-
kirkjurnar, og einkum sú lúterska, krystallast i nýjum rétttrún-
aði og trúfræðikerfum. Vafasömu löndin, þar sem siðirnir tveir
berjast, hallast á aðra hvora sveifina. Frakkland hverfur aftur
til móðurkirkjunnar. NiSurlönd detta í tvent, og fylgir sinn part-
ur hvorum, og England kemur í mótmælendahópinn. Þrjátíu ára
stríðið svalar innibyrgðri þrá til þess að berjast um trúmálin.
— í lok tímabilsins er allt komið í nokkurnveginn það horf, sem
það hefir haft síðan.
B. Upplýsingartímabilið (1689—1814).
Um aldaraðir hefir kirkjan sagt til um flestar andlegar stefn-
ur. Jafnvel endurreisnarstefnan var mjög kirkjulega mótuS. En
nú rís stefna, utan við kirkjuna, og hrífur hana með sér. ÞaS er
upplýsingarstefnan. Saga hennar er rakin frá Englandi og Frakk-
landi um Þýzkaland og NorSurlönd, og sagan því næst sveigð að
því, hvernig þessi stefna kemur fram á sviði kirkjunnar, en þar
voru áhrif hennar einna óheppilegust. Þessi stefna, sem annars
ruddi svo mörgum þrándum úr götu og gjörði fjölda trölla að
steingjörfingum, kom hér fram i þvi að grynka alt og firra and-
ríki og innileika. Er stefnu þessari lýst mjög vel og sanngirnis-
lega. Loks er svo
C. Nýi tíminn (1814—1914).
Gjörist sagan þá æði margbrotin og erfitt að grípa yfir það ó-
skapa efni, sem fyrir liggur. En höfundinum hefir þó tekizt aS
koma ótrúlega miklu fyrir í ekki lengra máli, og er það fróður
maður, sem ekki rekst á ýmislegt i þessum kafla, sem hann vissi
ekki áSur.
Yfirleitt er þetta síðasta bindi bókarinnar að mínum dómi bezt
og skemtilegast aflestrar. Ekki er það þó af því, að kristnisaga
þessa tímabils sé stórskornust eða merkust. Hún er einmitt að
ýmsu leyti ómerkilegust. Kristnisaga síðustu aldanna er fjarst því
að vera almenn saga tímabilsins. Hún færist meira og meira í þaS
horf að verða sérsaga einnar stofnunar, og stafar það af því, að
kirkjan hættir að vera jafnfyrirferðarmikil í þjóðmálunum eins
og áður. En einmitt þessvegna verSur hún i enn ríkari mæli
kristnisaga, og stjórnmálasagan dregst ekki jafn mikið inn í
hana, og jafnvel margar greinir menningarsögunnar skiljast