Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 237
Prestafélagsritið.
íslenzkar bækur.
223
einnig frá. Við það verður sagan eindregnari kristnisaga, og
minna af óviðkomandi efni blandast inn í, en það gjörir frá-
sögnina samfeldari og skemtilegri.
Það er ekkert smáræðis verk, sem hér hefir verið af hendi
leyst, þar sem nú hefir í fyrsta sinn verið skráð á íslenzku
löng og vönduð almenn kristnisaga, sem fullyrða má, að standi
ekki að baki vönduðum erlendum bókum á þessu sviði. Vitan-
lega er þessi bók ekki reist á frumrannsóknum, því að þess er
enginn kostur hér á landi, enda engin leið að komast yfir slíkt.
En bókin er reist á viðtækum lestri ágætis fræðibóka, og all-
staðar skín í gegn fróðleikur höfundarins og löngun hans til
þess að segja miklu meira og geta um miklu fleira, en hann
hefir getað þjappað saman innan spjalda bókar sinnar.
Hafi höfundurinn þakktr fyrir sitt mikla starf. Og þær þakkir
koma bezt fram í því, að margir noti nú það tækifæri, sem
hann hefir gefið mönnum til þess að eiga verulega mikla og
fróðlega handbók í sögu kristinnar lcirkju.
Apokrýfar bækur Gamla-testamentisins. Ný þýðing. Á kostnað
Hins ísl. biblíufélags. Reykjavik 1931.
Framkoma nýrra biblíuþýðinga hefir jafnan, með hvaða þjóð
sem er, verið talið til kirkjulegra merkisviðburða. Svo var það
talið er síðasta biblíuþýðing vor kom út fullprentuð. Að vísu
heyrðust einstöku óánægjuraddir, sem sízt er tiltökumál, en nú
eru þær löngu þagnaðar og það orðið ærið einróma skoðun
manna um land alt, að þar hafi þjóð vor eignast beztu biblíu-
þýðinguna á íslenzka tungu og um leið þýðingu, sem ekki
standi að neinu tilliti biblíuþýðingum annara kristinna þjóða
að baki.
En eins hafa margir biblíuvinir saknað í sambandi við hina
nýju bibliuþýðing vora. Það eru hinar ,,apokrýfu bækur Gamla-
testamentisins“, sem fyr á timum var talið sjálfsagt að fylgdu
með, en brezka og erlenda biblíufélagið hefir af einhverri sér-
vizku bægt burtu úr öllum þeim þýðingum Biblíunnar, sem það
félag hefir kostað, og þá líka úr þeim íslenzku útgáfum, sem
það hefir látið prenta. Þessvegna var apókrýfu bókunum einnig
bygt út úr Biblíunni er síðasta þýðing hennar var gefin út
(1908 og 1912). Fyrir því leið ekki á löngu, að tækju að koma
fram óskir í þá átt, að eignast nú lika sem fyrst nýja þýðingu
þessaia gömlu helgirita.
Þá ósk hafa menn nú fengið uppfylta. Á næstliðnum vetri
var lokið við prentun nýrrar þýðingar „Aprokrýfu bóka Gamla-