Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 238
224
íslenzkar bækur.
Prestafélagsritiö.
testamentisins“. Hefir Hið íslenzka biblíufélag kostað útgáfuna,
en þeir háskóla-guðfrœðingarnir Sig. P. Sívertsen vígslubiskup
og Ásmundur Guðmundsson dócent hafa að öllu séð um prent-
unina.
Eins og tekið er fram í formála ritsins, höfðu þeir Þórhallur
biskup Bjarnarson og Har. prófessor Níelson í sameiningu haf-
ið þetta þýðingarstarf 1914 og var lokið rúmum % verksins
þegar Þórhallur biskup féll frá, undir jól 1916. Var þá ekki
unnið frekar að verkinu í næstu 13 ár, þvi að Haraldur prófess-
or, sem að sjálfkjörinn mátti heita til að ljúka verkinu, treysti
sér ekki til að taka það að sér, og svo andaðist hann frá þvi
óloknu í marz 1928. En ári seinna buðust áðurnefndir há-
skólakennarar til að Ijúka við þýðingarverkið og er það því
umfram alt þeim að þakka, að rit þessi eru nú öll komin út i
nýrri islenzkri þýðingu eftir frumtextanum með nákvæmri
hliðsjón á beztu þýðingum annara þjóða frá síðustu tímum.
Um sjálft þýðingarverkið er það í fæstum orðum að segja,
að það er öllum þeim, er að verkinu hafa unnið til mesta sóma.
Um þann hluta verksins, sem þeir unnu að sameiginlega Þór-
hallur biskup og Haraldur prófessor, má með sanni segja að á
því sé sami snildarbragurinn og er á þýðingum þeirra í Bibli-
unni sjálfri, málfærið alt með afbrigðum hreint og fagurt og
þýðingin hin nákvæmasta að því er virðist. En þeir háskólakenn-
ararnir, Sigurður vigslubiskup og Ásmundur dócent, eiga ekki
síður mikinn heiður skilið fyrir þann hluta verksins, sem þeir
hafa unnið að. Þýðing þeirra t. a. m. á Síraksbók gefur víðast
lítið eftir meistaralegri þýðingu Haralds sál. á Orðskviðum
Salómós, sem þó mundi mega telja „klassiska“. Framan við
ritið er skeytt stuttum inngangi og ágætum til fróðleiks um ritið
sem heild og einstakar bækur þess. Og svo er vandvirknislega
frá allri útgáfu bókarinnar gengið, að leit mun á bók, er i þvi
efni taki þessari fram á þessum hræðilegu „vélsetningar-tímum“,
sem nú standa yfir og munu vera flestum armæðuefni, sem
eitthvað eru við bókagerð riðnir.
Vandaðri útgáfu „apokrýfu bókanna" höfum vér aldrei átt á
vora tungu en þessa. Má vel vera, að trúarlegt gildi þeirra alls
yfir sé minna en annara biblíurita, en hitt er jafnáreiðanlegt
fyrir því, að einnig þau má lesa sér til sálubóta, þótt hitt skifti
enn meira máli, að þau setja oss í ýmsu tilliti fyrir sjónir jarð-
veg þann, sem kristna trúin og Nýja-testamentið er vaxið upp
úr og eru fyrir það hin mikilvægustu til skilnings á ýmsum at-
riðum kristinnar kenningar og á elztu kristnu bókmentunum.
Bitið ætti þvi að verða aufúsugestur á heimilum allra þeirra,