Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 240
226
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
geyma varðandi sjálft efnið, auk þess sem framsetningin öll
er lifandi og skemtileg og ber hið fegursta vitni um kærleika
höfundarins til ritningarinnar og lotningu hans fyrir verðmæti
hennar sem trúarbókar. Bæði prestar og kennarar mundu hafa
mikla ánægju af að kynnast biblíusögum þessum, sem á ein-
um 128 blaðsíðum hafa jafn mikinn trúarsögulegan fróðleik
að geyma auk hins sögulega efnis, og margðar ágætar myndir til
skýringar efninu.
Michael Neiiendam: Erik Pontoppidan I. Studier og Bidrag
til Pietismens Historie. — G. E. C. Gad. — K.havn 1930.
Allflestir vor á meðal munu kannast við „Ponta“, sem svo
hefir verið nefndur, þ. e. barnalærdómsbókina („Sannleiki
guðhræðslunnar"), sem notuð var hér á landi frá því er Harboe
kom út hingað 1741 og þangað til Magnús Stephensen bygði
henni út með útgáfu lærdómsbókar Balle biskups c. 1796.
Um höfund bókarinnar, Erik Pontoppidan (sem „Ponta“-
nafnið er dregið af), munu flestir vita fátt eitt, þótt hann væri
merkismaður á sinni tíð, guðhræddur maður og gáfaður, prýði-
lega lærður (einkum í kirkjusögu) og atkvæðamaður í hverri
grein. Hann varð einn af aðalforkólfum heittrúnaðarins í ríkj-
uin Danakonungs og lauk merkilegri æfi sinni sem biskup i
Björgvin og jafnframt sem „prokanslari“ K.hafnarháskóla
(t 1764). Um þennan merka mann ritar dr. Neiiendam í riti
þessu mjög skemtilega, með því fjöri og lipurð, sem þeim rit-
höfundi er eiginlegt, jafnframt því, sem hann lýsir hinu andlega
umhverfi á tímum heittrúnaðarins með miklum skilningi og
fylstu sanngirni, án þess þó að draga dul á hinar veiku hliðar
þessarar stefnu og bersýnilega galla hennar. í þessu bindi er
rakin æfi Pontoppidans árin 1698—1735. En í öðru bindi,
sem von er á næsta vetur, verður skýrt frá starfi Pontoppidans
sem kennimanns, kennara og rithöfundar, eftir að hann flyzt
til K.hafnar sem hallarprestur og auka-prófessor við háskólann,
og á biskupsárunum í Noregi. Er ekki vafi á, að hér fá sögu-
elskir menn mikinn fróðleik og vel framsettan af hinum lærða
danska kirkjusagnfræðing og presti, sem flestir, sem honum
kyntust vorið, sem hann dvaldist úti hér (1926), munu minast
með hlýjum hug og vinsemd.
Björn Kornerup, Dr. theol: Vor Frue Kirkes og Meniheds
Historie. Et Tiibageblik paa 700 Aars danske Kirkehistorie.
G. E. C. Gads Forlag 1929—’30.
Svo kynni að virðast, sem rit eins og það sem hér er nefnt