Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 247
Prestafélagsrifið.
Eriendar bækur.
233
Nokkrar enskar bækur.
Mysterium Chriati,christological studies, by British and Ger-
man theologians. Ed. by G. K. A. Bell and D. A. Deismann.
1930. 15 sh.
Bók þessi var samtímis gefin út bæði á ensku og þýzku, og er
safn af ritgerðum eftir enska og þýzka guðfræðinga um ýms
viðhorf við persónu Krists. Höfundar ritgjörðanna eru alt kunn-
ir guðfræðingar, prófessorar, biskupar og prestar. í bókinni
koma fram all ólikar skoðanir á persónu Krists, sem endur-
spegla mismunandi reynslu. — Bókin hefir vakið athygli á
Englandi og hlotið þar ágæta dóma. Vafalaust á hún erindi til
íslenzkra guðfræðinga og ekki sízt presta, þvi að hún er sér-
staklega vel fallin til þess að vekja þá í prédikunarstarfi þeirra.
H. R. Mackintosh: The Boctrine of the Person of Jesus Christ.
Ed. 1927. 14 sh.
Prófessor Mackintosh er mjög vel þektur guðfræðingur við há-
skólann í Edinborg á Skotlandi, hefir hann samið margar bækur
um guðfræðileg efni, er náð hafa mikilli útbreiðslu. Þessi bók
hans er talin ein af þeim beztu og ræðir um skoðanir trúfræð-
innar á persónu Krists, eins og þær hafa komið fram innan
guðfræðinnar. Hefst bókin á kristfræði Nýja-testamentisins og
rekur síðan þróun hennar alt til vorra daga. Bókin er viða
við enska háskóla notuð sem handbók við guðfræðinám og
því þörf bók öllurn þeim, sem vilja kynna sér þetta efni ræki-
lega.
Eftir sama höfund má ennfremur nefna:
The Christian Experience of God. 6sh.
Some Aspects of Christin Life. 1923.
B. H. Streeter: The Four Gospels. A Study of Origins. Ed.
1929. 21 sh.
— The Primitive Church, studied with special reference
to the origins of tlie christian ministry. Ed. 1929 8/6 sh.
— Reality, a new correlation of science and religion. Ed.
1927. 8/6 sh.
— Adventure, the faith of science and the science of faith.
Ed. 1927. 7/6 sh.
B. H. Streeter háskólakennari í Oxford er einn af þektustu
guðfræðingum á Englandi nú. Hann hefir um langt skeið
lagt stund á rannsókn samstofna guðspjallanna og er talinn
meðal fremstu vísindamanna á þvi sviði, einnig er hann kunn-
ur fyrir hina frábæru þekkingu sina á íímabli frumkristninnar.