Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 248
234
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
Frægust allra bóka hans er „The Four Gospels". Er hún notuð
sem handbók víöa viö enksa háskóla. Bók Streeters „The
Primitive Church“ er einnig mjög merkileg, ræðir hún um vöxt
og viðgang frumkrislninnar, og uppruna hinnar kristilegu pré-
dikunar. Fáar bækur munu vera skýrari um það efni.
Bók Streeters „Reality“ er tilraun til þess að samræma trú
og vísindi, og verður ekki annað sagt, en að sú tilraun takist
vel. Bókin er safn af ritgjörðum um helztu viðhorf kristindóms-
ins, sem hver nútímamaður verður að taka afstöðu til, og eru
þessi viðhorf rædd í ljósi vísindalegrar þekkingar nútímans.
Höf. getur þess i formála bókarinnar, að hún sé niðurstaða af
þeirri leit og þeirri rannsókn, sem hann hefir fengist við um
mörg ár. Bókin ber þess merki, að hún er rituð af óvenju við-
sýnum manni, sem hefir orðið snortinn af persónu Krists og
kann glögg skil á framþróun vísindanna, og hefir um leið kom-
ið auga á, hve nauðsynlegt það er að samræma trú og vísindi.
Þegar bók þessi kom út, vakti hún strax mikla athygli meðal
mentamanna á Englandi og víðar, og hefir fengið ágæta dóma.
Vil ég nota tækifærið og mæla sérstaklega með þessari bók við
íslenzka presta, því það fer ekki hjá því, að hún geti orðið þeim
mikil hjálp til sóknar og varnar í starfi þeirra. Yfirleitt er hægt
að mæla hið bezta með öllum bókum Streeters.
W. D. Selbie: The Psychology of Relig'ion. Oxford 1924.
12 sh.
Dr. Selbie er forstjóri fyrir Mansfield College i Oxford, sem
er einn af þektustu prestaskólum „congregationalista" á Eng-
landi. í Oxford er dr. Selbie bezt þektur sem prédikari, auk þess
hefir hann gefið út nokkrar bækur, og er þessi ein af þeim
merkustu. Hún gefur glögt yfirlit yfir helztu þætti hins trúarlega
sálarlífs og ræðir viðfangsefnin skýrt og greinilega. Við guð-
fræðinám á Englandi er bókin viða notuð sem handbók og hefir
hlotið almennar vinsældir.
Af öðrum bókum dr. Selbies má nefna:
Aspects of Christ. Ed. 1909. 5 sh.
Lord of Life, a fresh approach to the incarnation. Ed. by Dr.
J. V. Bartlet. 1930. 10 sh.
Bók þessi er safn af ritgjörðum eftir enska guðfræðinga, og
ræðir um sögu kristfræðinnar, og flytur skoðanir nútímaguð-
fræðinnar á persónu Krists. Er hægt að mæla hið bezta með
þessari bók.