Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 249
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
235
Christian Faith and Life, the Archbishop of York’s Lectures
at the Oxford Mission. 1931. 3 sh.
Bók þessi er erindi þau, sem erkibiskupinn af York flutti
s.l. vetur í háskólakirkjunni í Oxford. Trúmálavika þessi vakti
mikla athygli á Englandi, og er því vel farið, að erindin hafa
nú verið gefin út, svo að sem flestum gefist kostur á þvi að
kynnast þeim. Sá, sem þetta ritar, hlustaði á öll erindin og get-
ur því gefið þeim beztu meðmæli. Bókin er gefin út af kristi-
legu stúdentahreyfingunni á Englandi.
í sambandi við þær bækur, sem þegar hafa verið taldar upp,
skal yfirleitt vakin athygli presta á enskum bókum um guð-
fræðileg efni, og í því sambandi má sérstaklega mæla með
bókum Kristilegu stúdentahreyfingarinnar.
Óskar J. Þorláksson.
KIRKJULEG LÖGGJÖF.
Lög um utanfararstyrk presta.
1. gr. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið veitir árlega, eftir því
sem fé er veitt til í fjárlögum, 2—5 prestum, þeim er þjónað hafa
embætti a. m. k. 2 ár, styrk til utanfarar með þeim skilmálum,
er segir í lögum þessum.
2. gr. Styrkur samlcvæmt 1. gr. veitist með þvi skilyrði, að
prestur sá, er hans nýtur, dvelji eigi skemur en 4 mánuði er-
lendis, til að kynnast þar kirkju- og mentalífi eða mannúðar-
málum í samráði við kirkjuráð, þegar sett verður. Skal hann
síðan flytja í héraði sinu erindi um einhver þau efni, er hann
hefir kynt sér í utanför sinni, og skal að minsta kosti eitt þeirra
birt á prenti eða flutt í úvarp.
3. gr. Styrkur veitist 2000 ltr. hverjum presti. Greiðist helm-
ingur styrks þegar utanför er hafin, en hinn helmingurinn þegar
3 mánuðir eru liðnir frá heimanför.
4. gr. Prestum þjóðkirkjunnar skal skylt að þjóna endurgjalds-
laust prestakalli nágrannaprests síns, alt að 6 mánuðum, meðan
hann er i utanför samkvæmt lögum þessum. Og skifta þeir þá
með sér verkum eftir því, sem biskup og prófastur mæla fyrir.
Nú verður þjónustu nágrannaprests alls eigi komið við, að