Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 250
236
Kirkjuleg löggjöf.
PrestafélagsrillO.
dómi kirkjustjórnar, og sér hún þá prestakallinu fyrir prests-
þjónustu.
5. gr. Sæki eitthvert ár fleiri prestar um styrk til utanfarar
en heimilt er að veita það ár, sker kirkjustjórnin úr um það,
hverjir fái styrkinn.
6. gr. Eigi má veita sama manni utanfararstyrk oftar en 7.
hvert ár, nema sérstaklega standi á. Þeim presti, sem notið hefir
utanfararstyrks úr Sáttmálasjóði, má eigi veita styrk samkv.
lögum þessum fyr en 5 ár eru liðin frá því hann fékk styrk úr
þeim sjóði.
Samþykt á Alþingi 31. marz. 1931.
Lög um bókasöfn prestakalla,
1. gr. Stofna má bókasöfn fyrir prestaköll með bókagjöfum
og bókakaupum, svo sem nánar er tiltekið i lögum þessum.
2. gr. Til bókasafna prestakalla skulu einkum keyptar bækur
guðfræðilegs og heimspekilegs efnis, svo og almennar fræði-
bækur og úrvals skáldrit. Bókasöfnin mega þiggja bækur að gjöf.
3. gr. Nú vill sóknarprestur stofna eða auka við bólcasafn
prestakalls síns. Skal hann þá fyrir júnilok ár hvert senda „bóka-
nefnd prestakalla“ skrá yfir bækur þær, er hann óskar að fá í
bókasafnið, og greiða Yt verðs þeirra innbundinna og flutnings-
gjald fyrirfram.
4. gr. Bókanefnd prestakalla skipa þrír menn. Kýs presta-
stefnan tvo þeirra og einn varamann, en kirkjumálaráðuneytið
skipar einn mann, kunnan að smekkvisi og þekkingu á bók-
mentum. Nefndin skal kosin og skipuð til þriggja ára i senn og
skiftir sjálft með sér störfum. Bókanefnd starfar kauplaust, en
útlagður kostnaður við störf nefndarinnar greiðist af bóka-
kaupafé.
Bókanefnd skal veita leiðbeiningar um val bóka, annast kaup
á þeim og úrskurða um það, hvort bækur fullnægi skilyrðum
2. gr. Nefndin sker úr um það, hverjum skuli veita styrk til
bókakaupa og hvaða bækur skuli kaupa af þeim, sem óskað er
eftir, þegar umsóknir fara fram úr því, sem hámark rikisstyrks
leyfir.
Þau prestaköll ganga fyrir öðrum um styrkveitingu, þar sem
ekki eru fyrir bókasöfn, sem prestur og söfnuður geta haft til
afnota.
5. gr. Nú hefir bókanefnd borizt beiðni um útvegun bóka
samkvæmt 3. gr., og kemur beiðnin eigi i bága við fyrirmæli
2. greinar laga þessara. Útvegar hún þá bækurnar, en ráðuneyt-
ið ávísar bókanefndinni, eða bóksala hennar, % kostnaðar úr