Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 251
Prestafélagsritið.
Kirkjuleg löggjöf.
237
rikissjóði, gegn þvi að bækurnar verði eign bókasafns presta-
kallsins. Þó má ekkert ár verja meiru fé úr ríkissjóði í þessu
skyni en 4 þús. kr. samtals.
6. gr. Um Ieið og bókanefnd sendir presti bækur til bóka-
safns prestakalls hans samkvæmt lögum þessum, sendir hún
prófasti skrá yfir bækur þær, er bókasafninu þannig bætast.
Prestar skulu árlega senda prófasti skrá um gefnar bækur. Skal
prófastur gera aðalskrá um bólcasöfn i prófastsdæminu, sund-
urliðaða eftir prestaköllum.
7. gr. Þegar prestur hefir veitt móttöku bókum samkvæmt
lögum þessum, skal hann rita á þær nafn prestakalls síns og
skrásetja. Prófastur löggildir bók undir bókaskrá prestakalls,
og ber honum á skoðunarferðum sínum að hafa eftirlit með því
að bækurnar séu vel varðveittar.
8. gr. Bókasafn prestakalls skal geymt á heimili prests.
Presti er skylt að vátryggja safnið gegn eldsvoða. Þar sem fleiri
en einn sóknarprestur er í prestakalli, skal sá prestur varðveita
bókasafnið, sem elztur er að embættisaldri, nema öðru vísi
um semjist með prestum kallsins.
Nú er prestakall prestslaust, og gerir prófastur þá þær ráð-
stafanir, er þurfa þykir, til öryggis safninu.
Við prestaskifti skal fara fram úttekt á bókasafni presta-
kallsins, og gerir prófastur þá fráfarandi presti að greiða bætur
fyrir, ef á vantar og kenna má vangeymslu hans.
9. gr. Presti er skylt að lána sóknarbörnum bækur úr bóka-
safni prestakalls sins, sér að bagalausu. Lántakandi er skaða-
bótaskyldur, þegar bækur skaddast eða glatast. Útlánaskrá
skal fylgja hverju bókasafni. Skal prestur leggja kapp á, að
bókasafn prestakallsins verði söfnuðinum að sem mestum not-
um. Prestum er heimilt að lána hver öðrum bækur úr bóka-
söfnum prestakalla. Heimilt er og að skiftast á bókum úr bóka-
söfnum, þegar hlutaðeigandi prestar óska þess og bókanefnd
samþykkir.
10. gr. Prestum og próföstum er skylt að gefa þær skýrslur
um bókasöfn prestakalla, notkun þeirra og varðveizlu, sem
biskup fyrirskipar.
Samþykt á Alþingi 31. marz. 1931.
Lög um kirkjuráð.
1. gr. Setja skal kirkjuráð fyrir hina íslenzku þjóðkirkju
samkvæmt því, sem segir i lögum þessum.
2. gr. Verkefni kirkjuráðsins er að vinna að eflingu íslenzkr-