Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 253
Prestafélagsrltið-
Kirkjuleg löggjöf.
239
um veitingu prestakalla, og er þá ráðið ályktunarfært, þótt eigi
séu 4 á fundi, ef þeir, sem eru fjarverandi, senda skriflegt álit
og tillögu í símskeyti. Nú verða atkvæði jöfn, og ræður þá at-
kvæði biskups.
7. gr. Biskup er sjálfkjörinn forseti kirkjuráðs. En ráðið sjálft
kýs varaforseta og ræður ritara. Forseti kallar ráðið saman og
kemur ályktunum þess á framfæri.
Biskup kallar saman kirkjuráð á ársfund einu sinni á ári.
Aukafundir skulu haldnir þegar kirkjumálaráðherra, biskup eða
2 menn í ráðinu óska þess.
8. gr. Kirkjuráðsmenn fá greiddan framlagðan kostnað og
aðstoð eftir reikningi, er ráðuneytið úrskurðar.
Samþykt á Alþingi 9. april 1931.
Lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra.
1. gr Sóknarprestar fá greiddan ferða- og skrifstofukostnað
embættis síns, með 500 eða 700 krónum hver, og fer upphæðin
eftir stærð prestakalla, erfiðleikum og kostnaði við þjónustu
þeirra.
Ráðherra ákveður, að fengnum tillögum biskups, fyrirfram
til 5 ára í senn, embættiskostnað hvers prestakalls. Upphæðin
greiðist siðan prestinum mánaðarlega á sama hátt og embættis-
laun.
2. gr. Ráðuneytið leggur sóknarprestinum til löggiltar em-
bættisbækur, svo og eyðublöð undir lögboðnar skýrslur og em-
bættisvottorð.
3. gr. Fyrir aukaverk ber prestum þóknun eftir gjaldskrá,
er ráðuneytið setur til 10 ára í senn.
4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1932. Frá þeim degi eru
úr gildi numin kgsbr. 11. des. 1812 og tilskipun 27. jan. 1847,
að því leyti er hún fer í bága við lög þessi.
Samþykt á Alþingi 17. ágúst 1931.
Lög um hýsing prestssetra.
Samþykt á Alþingi 24. ágúst 1931.
Helzlu ákvæði þeirra laga eru þessi:
1. gr. Þar, sem ekki eru viðunandi ibúðarhús á prestssetrum,
skal reisa þau úr varanlegu efni, svo sem fyrir er mælt í lög-
um þessum.
2. gr. í fjárlögum skal árlega veita styrk til að reisa minst
2 íbúðarhús á prestssetrum. Skal styrkurinn nema 12000 kr.
til hvers húss.
3. gr. Að því leyti sem styrkur samkvæmt 2. gr., að viðbættu