Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 254
240
Kirkjuleg löggjöf.
Prestafélagsritió.
andvirði niðurlagðra bæjarhúsa á prestssetrum, nægir ekki fyrir
byggingarkostnaði, veitir kirkjujarðasjóður lán til greiðslu
hans, þó ekki yfir 8000 kr. á hús. Lán þessi ávaxtast og afborg-
ast með 4% á ári, og eru af þvi 3%% vextir, en %% afborgun.
4. gr. Lán þau, er í 3. gr. getur, eru embættislán og trygð
með launum hlutaðeigandi prests, þeim er úr ríkissjóði greið-
ast, og má halda árlegum greiðslum eftir af laununum með
jafnri fjárhæð á mánuði hverjum, enda er presti jafnan skylt
að búa í húsi, sem reist er samkvæmt lögum þessum, nema leyfi
hiskups komi til.
11. gr. Nú er presti skylt að hafa aðsetur i kaupstað eða
kauplúni, og er þá bæjarfélagi eða sveitar skylt að leggja til
ókeypis hentuga lóð undir ibúðarhús hans.
13. gr. Prestur skal á eiginn kostnað annast árlegt viðhald
ibúðarhúss eftir reglum, sem ráðuneytið setur. Prófastur og
biskup skulu líta eftir á eftirlitsferðum sínum, hvort reglum
þessum sé fylgt, og skýra ráðuneytinu frá, ef áfátt er. Ef prest-
ur lætur hjá líða að bæta úr þessu eftir að hann hefir fengið
áminningu, er ráðuneytinu rétt að láta aðgerð fara fram á hans
kostnað og taka greiðslu af launum lians.
15. gr. íbúðarhús á prestssetrum skulu vátrygð gegn eldi
í Brunabótafélagi íslands, og gætir biskup þess. Brunabóta-
gjaldið greiðir prestur, og skal það tekið af launum lians þegar
biskup óskar.
20. gr. Ábúendum prestssetra skal heimilt að vinna af sér
eftirgjöld og kvaðir á ábýlisjörðum sínum og því, er þeim fylgir,
með peningshúsabyggingum úr steinsteypu eða timbri og járni,
með þeim skilmálum, er segir i lögum þessum.
Hlöður teljast með peningshúsum.
ÝMISLEGT.
Messur voru alls fluttar 3915 á árinu, en tala þjónandi presta
var 103 og koma með þeim hætti að meðaltali 38 messur á
hvern þjónandi prest. Árið á undan komu hérumbil 40 messur
á hvern prest. Fækkun messna frá árinu á undan stendur með-
fram og aðallega í sambandi við að 8 prestaköll stóðu óveitt
mestan hluta árs, með því að stjórnarráðið hafði mælt svo fyrir
að þau skyldi ekki auglýsa í bili.