Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 255
Prestaíélagsritið.
Ýmislegt.
241
Altarisgesíir urðu á árinu samtals 4957; og er sú tala nokkuru
lœgri en árið á undan (5172) og stendur það meðfram í sam-
nabdi við hve messur hafa orðið strjálari allvíða vegna hinna
óveittu prestakalla.
Fermd voru alls 1847 ungmenni.
Fteddir á árinu alls 2690; þar af fæddust 55 andvana.
Hjónabönd voru samtals stofnuð 766, en af þeim munu nál. 40
hjón hafa verið gefin saman af veraldlegum giftingamönnum
(sýslumönnum og bæjarfógetum).
Dánir á árinu alls 1221.
í fardögum 1931 voru óveitt þessi 10 prestaköll: Breiðabóls-
staður á Skógarströnd, Staðarhólsþing, Brjánslækur, Barð i Fljót-
um, Grundarþing, Hofteigur, Hof i Álftafirði, Sandfell i Öræfum,
Kirkjubæjarklaustur og Hruni, auk Þingvalla, sem lagt hefir
verið niður í bili, sem sérstakt prestakall. Tala þjónandi presta
i fardögum var 103 (i 102 prestaköllum) og 2 aðstoðarprestar
að auki.
Barnaheimili er nú stofnað i Hverakoti í Grimsnesi. Stendur
þar allmikið timburhús, nýreist, sem tekur um 30 börn. Það
hefir þegar kostað fullar 30000 kr., en ekki er enn lokið að fullu
allri smíði í þvi að innan. Landsstjórnin hefir sýnt mikinn skilning
á þessu máli og veitt stofnuninni liðsinni með því að láta hana
fá 10000 kr. lán úr Thorcillii-sjóði, og fé til vegar að Hverakoti
gegn lillagi á móti frá sýslu og hreppi. Þá má einnig minnast
þess með þökk, að síðasta Alþingi veitti 5000 kr. styrk til barna-
heimilisins. Forstöðukona heimilisins, Sesselja Sigmundsdótt-
ir, hefir haft þar eins mörg börn i sumar og það hefir getað
tekið, þegar flest hefir verið. Ástúð og umliyggja, skyldurækt,
reglusemi, hreinlæti og þekking á því, er börnum hentar, virð-
ist einkenna starf hennar. Enda hefir það gengið mjög vel.
Hún hefir þýzkt fólk sér til aðstoðar, sem vinnur af mikilli elju
og alúð, en telcur þó mjög lítið kaup.
Á nefnd þeirri, er getur í síðasta Prestafélagsrili, að land i-
stjórnin hafi skipað lil þess að undirbúa löggjöf um verndun
barna, hefir orðið sú breyting, að í hana er kominn i stað Ólafs
Lárussonar prófessors Gísli Bjarnason, fulltrúi í stjórnarráðinu.
Nefndin hefir skilað af sér i hendur landsstjórninni tveimur
16