Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 256
242
Ýmislegt.
Prestafélagsritið.
lagafrumvörpum, um stofnun fávitahælis og um barnavernd.
Verða þau væntanlega lögð fyrir næsta Alþingi.
Nú í haust fer utan til ársnáms við skóla í London FriSþóra
Stefánsdóttir frá SiglufirSi, og ætlar hún aS búa sig undir þaS
að hafa leikvöll eða dagheimili á sumrin fyrir börn á Siglufirði.
Barnaheimilisnefndin hefir þegar veitt henni 500 kr. utanfarar-
styrk í því trausti, að þetta megi verða vísir að meira starfi
fyrir börn í Norðlendingafjórðungi.
BarnaheimilissjóSnum hafa veriS gefin nokkur hundruð ein-
tök af bók A. Harnacks, Kristindóminum, og verða þau seld af
prestum til ágóða fyrir hann á 3 kr. hvert. Þá hefir séra Magnús
Helgason skólastjóri ákveðið, að ritlaun fyrir bók hans, sem
Prestafélagið ætlar að gefa út, skuli renna i þennan sjóð.
Barnaheimilisnefndin þakkar honum, og öðrum þeim, sem
styðja starf hennar.
Samnlng nýrrar helgisiðabókar. Biskup landsins fól með sam-
þykki síðustu prestastefnu þeim háskólakennurunum Sigurði P.
Sívertsen og Ásmundi Guðmundsyni að fara yfir drög þau, er
þegar hafa safnast til breytinga á helgisiðabók fyrir þjóðkirkj-
una, og vinna að samningu nýrrar helgisiðabókar. Vilja nú þeir
báðir, sem verk þetta hefir verið falið, biðja þá, presta og leik-
menn, sem áhuga hafa á þessu máli, að senda sér sem fyrst þær
tillögur til breytinga á núverandi helgisiðabók, sem þeir kunna
að vilja gjöra.
REIKNINGUR
Barnaheimilissjóðs þjóðkirkjunnar árið 1930.
Tekjur: Kr. au.
1. í sjóði frá f. á............................... 3500 22
2. Vextir ......................................... 108 45
3. Úr Kjalarnesprófastsdæmi ....................... 583 00
4. — Borgarfjarðarprófastsdæmi ..................... 52 15
5. — Mýraprófastsdæmi ............................. 158 40
0. — Snæfellsnesprófastsdæmi ...................... 179 50
7. — Dalaprófastsdæmi.............................. 140 00
Flyt kr. 4721 72