Syrpa - 01.03.1914, Side 7
H0
□
lö
□
(S A G A)
Efiir J. MAGNÚS BJARNASON.
Fyrsti Þáttur.
□
□
□ c
3 C
3 □
(Framhald).
hefði þá veriö í burtu næstuin fimm
sólarhringa. Gat það verið, hugs-
aöi eg, aö hann ætti einhver mök
við kynblendinga eða Indíána? Gat
það verið, að hann væri ásthrifinn
af, eða á einhvern hátt bendlaður
viö kynblendingastúlku, sem hét
Madeleine Vanda, og sem hlaut nú
að vera hálf fertug að aidri, fyrst
hún var tuttugu og tveggja ára
gömul haustið 1869? Að líkindum
hafði hún samt ekki sent lausa
papírsmiðann, sem var í vasabók-
inni, því undir orðunum sem áhann
voru rituð, stóðu upphafstafirnir:
E. og T. — En mér þóttu orðin,
sem voru á þeim miða, í meira lagi
grunsamleg og benda á það, að
Arnór væri viðriðinn einhvern vond-
an félagsskap; því væri miðinn til
hans (sem eg efaði ekki) þá var
honum skipað að gjöra ,, a ð r a t i 1-
raun“ þann 14. dag mánaðarins
— og sú t i 1 r a u n gat verið í því
fól gin, að brjóta upp peningaskáp,
eða fremja einhvern svipaöan glæp.
Svo hverfur hann einmitt þann 14.
úag júnímánaðar, og er marga daga
1 burtu; og þegar hann loksins kem-
ur heim aftur, vill hann engum
sebja, hvert hann hafi farið, eða
hvað hann hafi verið að sýsla, en
verður þögull og þunglyndislegur
og næstum mannfælinn, þegar frá
líður. —Auðvitað gat þetta alt ver-
ið meinlaust, en þrátt fvrir það var
það samt næsta grunsamlegt og —
frámunalega kynlegt.
Aldrei kom mér samt til hugarað
efa það, að Arnór væri í insta eðli
sínu góður og ráðvandur maður —
og því lengur sem eg kyntist hon-
um, því betur féll mér við hann; og
eg var alveg viss um það, að ef
hann væri viðriðinn einhvern mis-
indisfélagsskap, þá hefði hann leiðst
inn í hann óafvitandi eða á móti
vilja sínum.
Og nú verð eg að segja frá dá-
litlu æfintýri, sem eg rataði í nokkru
eftir að eg hafði horfi í vasabók
Arnórs. Það var á laugardags-
kvöld. Þann dag hafði Arnór ekki
farið til vinnu sinnar. Um hádegið,
þegar við sátum undir borðum, kom
lítill drengur, sem leit út fyrir að
vera af enskum ættum, og kvaðst
þurfa að tala við hann. Arnór gekk
út með honum, og kom að vörmu
spöri aftur, og var að sjá mjög óró-
legur. Og því meir, sem á leið dag-
inn, því órólegri varð hann.