Syrpa - 01.03.1914, Page 17
í RAUÐÁRDALNUM
143
g'amll 0’Brian,og var hann aö raula
fyrir munni sér uppáhalds vísuna
sina:
,,En þeir fitnuöu’ eins og svín,
Ef þeir fengu brennivín
eða romm",
Mér kom nú alt í einu til hugar,
aö eg skyldi láta herra O’Brian vita
alla málavöxtu, og reyna aÖ fá hann
í lið með okkur íslendingunum.
Eg þóttist vita, aö hann væri hug-
djarfur maður og mesta karlmenni;
og þar að auki haföi hann einu sinni
látiö þaö í Ijós viö mig, aö sér væri
mjög hlýtt til Arnórs og bjóst egþví
við, að hann mundi veröa fús til að
rétta okkur hjálparhönd.
,,Sæll vertu, herra 0’Brian!“
sagði eg, þegar hann kom upp á
loftsvalirnar til mín.
,,Sæll vertu, sonur minn!“ sagði
hann glaðlega. ,,En er það, sem
ntér sýnist? Ert þú þá orðinn að
nátthrafni eins og eg?“
,,Eg býst við að svo sé,“sagði
eg; en til þess eru mjög gildar á-
stæður“.
,,Það veit trúa mín, aö þú þarft
ekki að segja mikiö meira til þess
að eg veröi allur aö forvitni,“ sagöi
O’Brian. ,,Því þaö er ein af höfuð-
syndum okkar íranna, aö við viljum
alt vita um hagi náungans.“
,,Herra O’Brian,11 sagði eg, ,,það
er mér mjög mikiö áhugamál, aö
mega seöja íorvitni þína í þetta
sinn, og segja þér frá æfintýri því,
sem eg rataöi í á þessu kveldi, því
eg er viss um það, aö einn af vinum
mínum helir hag af því, aö þú fáir
að vita það sem allra fyrst. “
,,Eg er þér vissulega þakklátur,
sonur minn“ sagði O’Brian kítni-
leitur; ,,en sem ærlegur maður verð
cg aö láta þig vita þaö í tæka tíö,
aö við írarnir erum fæddir meö
þeim ósköpum, að geta aldrei þag-
að yfir neinu, sem leynt á að fara“.
,,Eg þakka þérfyrir aö segja mér
þetta, herra O'Brian,11 sagði eg,
,,því hver veit nema eg kunni aö
færa mér það í nyt síðar nieir. En
nú sem stendur aftrar það mér ekki
á minsta hátt frá því, að segja þér
leyndartnál mitt. “
,,Nú segöu mér það þá strax í
allra dýrlinga nafni, sonur minn
góöur, og vertu eins stuttoröur og
þér er framast mögulegt, því eyru
okkar íranna eru þeim annmarka
háö, aö þau þola hvorki exordium
né ú 11 e g g i n g u n a, heldur að
eins textann. “
Eg sagði nú herra O’Brian í fánt
orðum alt eins og var: að skugga-
legur kynblendingar hefði komið um
kvöldið og talað lengi við Arnór, að
Arnór hefði litlu síðar farið austur
yfir brúna, og eg í humótt á eftir
honum, að eg hefði séð tvo hálf-
drukkna kynblendinga leiða hann
inn í bjálkahúsið inn ískóginum, að
eg hefði hejrnt þar læti mikil og
seinast ofboðslegt angistar-óp, að
eg væri hræddur um að Arnór heföi
gefið þetta hljóð af sér og væri í
miklum háska staddur, að eg hefði
hlaupið heim til þess að fá hjálp til
að ná honum úr höndum kynblend-
inganna, en að þeir Kjartan og
Björn væru enn ekki kornnir heim.
Og eg gleymdi ekki að geta um
liinn stóra, og grimma hund, sem
hafði elt mig. — Og gamli O’Brian
hlýddi á sögu mína með mestu eftir-
tekt, en gretti sig samt ofurlítið víð
og við, og klóraði sér ákaflega und-
ir hökunni.
,,Það veit sá heilagi Patrekur, aö