Syrpa - 01.03.1914, Page 21

Syrpa - 01.03.1914, Page 21
í RAUÐÁRDALNUM 147 þetta, og þóttumst heyra aö hér væri kátir drengir fyrir; og svo 1 þriðja lagi, þá höfum viö ef til vill dálítið erindi við ykkur. “ ,, Hvaða erindi hefirðu viðokkur?“ sagði maöurinn, sem stóð við dyrn- ar. ,,Vertu fljóttir að bera það upp, ella rekum við þig á dyr tafarlaust. “ ,,Ekkert liggur á, vinir mínir,“ sagði O’Brian. ,,Eg verð fyrst að láta ykkur vita, liver eg er. Eg hefi sem sé þann heiður, að vera fæddur íri, og heiti, með lej'fi, Patrekur O’Brian." ,,Hvern skrattann varðar okkur um það?“ sagði stóri maðurinn mjög illhryssingslega. ,,Ef þú get- ur ekki borið upp erindi þitt undir eins, þá skulum við hjálpa þér til að komast út“. ,,Þakka þér fyrir, vinur minn,“ sagði O’Brian; ,,en eg get fullviss- að þig um, að eg kemst út alveg hjálparlaust, þegar eg vil leggja af stað heim. Eg er fastráðinn í því, að standa hér af mér skúrina, og vildi eg mælast til þess, að þú hall- aðir aftur hurðinni á meðttn, svo það slái ekki kulda að drengnum, sem með mér er. “ ,,Við skulum kasta þessum flæic- ingtim út, fyrst þeir vilja eklci fara sjálfviljugir, “ sagði stóri maðurinn frakkneski og gekk innar á gólfið. Drykkjunautar hans sögðust vera til þess albúnir, og báru sig víga- mannlega. ,,Hlaupið þið nú ekki á yklcur, góðir hálsar, “ sagði O’Brian nieð sömu stillingunni og áður; ,,eg vil taka það fram á ný (ef svo kynni að vera, að þið hefðuð eklci heyrt hvað eg sagði áðan), að eg heiti Patrek- ur O’B rian, og ersá hinn sami, sem háði hnefaleikinp forðum við hann Jón gamla Sullivan, í borginn; Baltimore, og gafst elcki upp fyr en eftir þrjátíu og sjö atrennur". Þegar kynblendingarnir heyrðu þetta, litu þeir hvor til annars og hörfuðu aftur að borðinu, og gáfu stafnum hans O’Brian ilt auga. ,,Hefir þú barist við hann Jón Sullivan hinn mesta hnefaleiks-niann í heimi?“ sagði frakkneski maður- inn og ,lét aftur hurðina. ,,Já, eg hefi hlotið þann heiður, vinur minn,“ sagði O’Brian; ,,en eg vil taka það fram á ný, að eg beið ósigur fyrir honum eftir að hafa gjört þrjátíu og sjö atrennur11. Eg sá eldci betur en mennirnir yrðu náfölir í framan. Og þeir settust allir viðborðið, en við O’Bri- an stóðu á miðju gólfi. ,,Fáðu þér ofuriítið bragð af Whisky", sagði frakkneski maður- inn og helti töluverðu úr flöskunni í einn bollann. , ,Og því næst verðurðu svo góöur að bera upp erindið“. Eg hlýt að afþakka þitt góða boð,“ sagði O’Brian, ,,því áfengt vín má eg ekki bragða í nótt, af þeirri einföldu ástæðu, að eg verð að hafa alt mitt litla vit alveg ó- skert á meðan eg dvel hér hjá ykkur. En erindi mitt skuluð þið undir eins fá að heyra. — Eg kem hingað sem sé til þess að sækja ungling, sem mér er mjög ant um. Hann fór hingað yfir um til ýkkar f kvöld, og er hér að öllum líkindum enn“. ,,Hvað heitir hann?“ sagði stóri maðurinn. ,,H vað heitir hann, sonur minn?“ sagði O’Brian og leit til min; ,,eg get, satt að segja, aldrei munað þessi útlendu nöfn, þó líf mitt lsegi við.“-'

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.