Syrpa - 01.03.1914, Side 24
150
SYRPA
,,Nei, maðurinn sem liggurþarna
beið hér á meðan“.
,,Var hann þá búinn að verða
fyrir slysinu ?“
,,Nei, hann meiddist rétt eftir að
við komum heim“.
,,En hafði hann þá ekki töluvert
í kollinum ?“
,,Eg er búinn að segja þér, að
hann hafi verið fullur“, sagði Gór-
iot; ,,en veiztu það, að þú ert far-
inn að spyrja mig eins og ósvífinn
lögmaður spyr vitni í glæpamáli?“
,,Þetta er meira en satt,minn góði
herra Góriot“, sagði O’Brian, ,,og
sýnir það, að þú ert maður prýðis-
vel skýr. En þér að segja, þá var
eg frá upphafi minna vega til þess
ætlaður að vera málafylgjumaður,
en heimurinn ' gjörði mig að lokum
að ökumanni“.
,,IIeyrðu, herra Góríot!“ kallaði
rödd uppi á loftinu — og það var
kvennmannsrödd, framúrskarandi
hvell og óviðfeldin.
,,Hvað viltu, Marie?“ sagði Gór-
iot og horfði upp í loftið.
,,Herra Góriot“, sagði röddin,
,,eg gleymdi að segja þér frá því,að
hann Lebas kom hingað í kvöld, á
meöan þú varst í burtu, og rétt á
eftir kom ókunnugur piltur, sem
fékk hann til að fara með sér suður
í St. Boniface. Þeir voru nýfarnir
út um bakdyrnar, þegar þið komuð
heim“.
,,Því sagðirðu þetta ekki fyr,
.Marie?“ sagði Góriot byrstur.
,,Herra Góriot, eg gleymdi að
geta um það; enda hugsaði eg að
það væri ekkert áríðandi11, sagði
Marie, og var nú fram úr öllu hófi
skrækróma.
,,Áríðandi?“ sagði Góriot ill-
hryssingslega; ,,það var bara svona
áríðandi, að það ætlaði ekki að kosta
okkur meira né minna en sjálft
lífið!“
,,Blessi mig!“ htópaði O’Brian,
leit upp í loftiö og gretti sig; ,,það
veit sá heilagi Patrekur, aö eg varð
því feginn, að heyra þetta. Og eg
vil glaður taka undir nteð hinum
vitra Salónion konungi og segja:
,Tími cr til að pegja og tími til aö
tala'. — Jafnframt vil eg biðjafyrir-
gefningar á því, að hafa haldið vöku
fyrir heiðvirðu kvenfólki. Og um
leið Vil eg bjóða þér góða nótt, frú
Góriot, og vona eg að þú softr vært
það sem eftir er nætur!“ Og síð-
ustu orðin sagði hann eins hátt og
hann gat, e;ns og hann væri að tala
við einhvern í mikilli fjarla',gð.
,,Þetta er ekki hún frú Góriot“.
sagði annar kynblendingurinn önug-
lega: ,,það er þjónustustúlkan hún
Marie“.
,,Blessi mig!“ sagði O’Brian.
,,Alt af hendir mig einhver skyss-
an! — En hljóti sá verðlaun, sem
vinnur til. Og heiður sé þeim, sem
heiður heyrir. — Stúlkan, hver sem
hún er, hefir létt nijög þungri byröi
af hjarta mínu, því eg trúi því, sem
hún sagði, og eg veit nú með vissu,
að pilturinn — hann Arnór — er
ekki í þessu húsi. — Eg þakka þér
herra Góriot, fyrir góðar viðtökur,
og vil gjarna biðja þig að misvirða
það ekki við mig, þó eg hali verið
nokkuð hátalaður hér inni, og hafi
ekki í öllum greinum hegðað mér
eins og hæverskum gesti er sam-
boðið. En okkur írunum liggur
hátt rómur og þykjum á stundum
nokkuð óhefiaðir. — Að því getum
við ekki gjört. — Og eg vona að
þér sé það nú Ijóst, að eg hafði gilda
ástæðu til að hugsa, að pilturinn