Syrpa - 01.03.1914, Page 25

Syrpa - 01.03.1914, Page 25
í RAUÐÁRDALNUM 151 væri hér, og aS eg þess vegna átti hingaö brýnt erindi.“ ,,Þaö get eg skiliö, herra O’Bri- an,“ sagöi Góriot; ,,og uni hávaöa og ókurteisi skulum við ekki tala. En liitt get eg síöur fyrirgefiö, aö þú sýndir mér banatilræöi nteö því aö miöa á mig marghleypu.11 ,,Blessi mig!“ sagði O’Brian og gekk fram að dyrunum. ,,Það var einungis í góöu skyni gjört, og kom í veg fyrir þaö, aö þú þyrftir að eyöa kúlu á mig að óþöt fu, því eg vona að þú munir þaö, aö þú vildir veröa fvrri en eg til aö grípa til vopna“. ,,Faröu undir eins út og komdu hingaö aldrei aftur,“ sagði Góriot, stóð upp og baröi í boröiö. ,,Veriö þið sælir, góöir hálsar,“ sagði O’Brian, opnaði dyrnar og lét mig ganga út á undan sér. ,,Eg verö aö segja þaö eins og þaö er, aö eg hefi haft mikla ánægju af að koma hingað í kvöld. “ Haun gekk aftur á bak út úr dyrunum og lét hurðina aftur á aftir sér meö mestu hægð. ,,Hvert eigum við nú að fara?“ sagði eg. ,,Heim, sonur minn, heim,“ sagði O’Brian. Við lögðum svo á stað heimleiðis, °g gengum hratt. Það var komið yfir miönætti, og alt af dundi úr loftinu. Eg leit sem snöggvast um öxl og sá, að dyrnar á bjálkahúsinu opnuöust, og að maöur kom út. Rétt á eftir kom bundurinn geltandi á eftir okkur. En þegar O’Brian talaöi til hans, hætti hann aö gelta, sneri viö aftur og hljóp heim. ,,Það segi eg satt,“ sagði O’Bri- an, þegar viö vorum komnir yfir brúna, ,,að aldrei á refi minni hefi eg ratað í eins hlægilegt æfintýri og þetta. Og víst verður vinum okkar í bjáikahúsinu þessi nótt næsta minnisstæð. En veistu af hverju þeir gugnuðu, og af hverju að hann Góriot lét marghleypuna sína aftur í vasa sinn?“ ,,Af því þú varst svo fijótur nð grípa til skammbyssunnar þinnar og miða henni á hann,“ sagði eg. ,,Það var nú það hlægilega viö það,“ sagöi O’Brian, ,,að eg bélt á engri skammbyssu, því eg hefi aldr- ei A æfi minni átt slíkt verkfæri. Eti það, sem eg hélt á í hendinni, og þeim sýndist vera marghleypa, var bara gamla reykjarpípan mín, sem er úr krít. Líttu bara á“. Hann tók gamla krítarpípu upp úr vasa sínum og rétti mér. Hún var í lagintt eins og skammbyssa og var orðin svört af tóbakslegi — Eg varð alveg hissa og gat ekki varist því að brosa. ,,En það gjörir enginn nema for- hertur íri aÖ leika sér svona að voð- anum," sagöi O’Brian, ,,þvímað- urinn var í vígahug og hafði hlaöna marghleypu í vasanum". ,,En var hún sönn sagan, sem þú sagöir þeim um viöureign þína við hnefaleiksmanninn hann Sullivan?" sagöi eg. ,,Við skulum ekkert á það minn- ast, sonur minn,“ sagöi O’Brian; ,,eg vetö að játa það, að eg fór þar með dálitlar ýkjur, og verð að kaupa tnér syndakvittunar-seðil fyr- ir bragöiö. “ Og svo töluðum viö ekki meira um þaö. Klukkan var víst oröiti eitt, þeg- ar við komum heim. O’Brian tók vingjarnlega í hönd mína, áður en við skildum, og bað mig að geta ekki um þetta æfintýri okkar viö

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.