Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 29
í RAUAÐÁRDALNUM
155
,, Skrítiö nokku8!“ sagCi frú
Colthart.
,, Viljiö þiö láta mig- skila n'okkru
til hans?“ sagöi eg og sýndi mig
líklegan til að fara.
„Gjörou svo vel að bíða fáeinar
mínútur, íi meðan eg skrifa nokkr-
ar línur til hans,“ sagði unga kon-
an. Hún gekk út úr herberginu,
og voru hreylingar hennar mjög
mjúklegar. Hún var fagurlega
vaxin, hárið hrafnsvart og mikið,
eti hálsinn svanhvítur, og skein af
henni allri mikill unaðsþokki.
Drengurinn sem hafði fylgt mér
inn, gekk út íi efti.r henni. Og vor-
um við frú Colthart því ein eftir í
herberginu.
„Gjörðu svo vel að setjast,“ sagði
frú Colthart og benti mér á stól,
því hingað til hafði eg staðið fram
við dyrnar.
Þegar eg var seztur horfði hún á
mig litla stund þegandi, eins og
hún væri að reyna til að sjá það á
svip mínum, hvernig lundareinkenni
mín væru, svo lagði hún alt í einu
frá sér skærin, sem hún hafði hald-
ið á, og settist gagnvart mér.
Hvað ertu gamall?“ sagði hún.
,,Eg er nýkominn á seytjánda ár-
ið,“ sagði eg.
,,Þú ert stór vexti eftir aldri, og
skilningur þinn er að líkindum
þroskaður að sama skapi.“
,,Ekki fylgisl það æfinlega að,“
sagði eg.
Nei, ekki æfinlega, en það kem-
ur oft fyrir. — Og mér lízt svo á
þig, að þú sért mjög vel gefinn bæði
til sálar og líkama.“
Eg þóttist vita, að hún segði þetta
i einhverjum sérstökum tilgangi,
°S eg einsetti mér að vera var um
mig. Eg vissi, að það er jafnan í-
sjárvert, að verða fyrir fagurmælum
ókunnugs fólks. Og eg mundi
vel eftir sögunni hans Benjamíns
Franklins um manninn, sem þurfti
að livetja exina sína,og fékk dreng-
inn til að snúa hverfisteininum.
,,Eg þakka þér, frú mín“, sagði
eg, ,,en eg er hræddur um að eg
eigi ekki svona mikið lof skilið. Að
minsta kosti liefi eg aldrei orðið
þess fyr var; að nokkur maður hafi
álitiö mig meira en í meðallagi
greindan“.
Frú Colthart brosti ofurlítið, og
það brá fyrir einkennilegum glampa
í augum hennar.
,,Nei, eg var ekki að fara með
neitt skjall“, sagði hún; ,,eg sagði
bara eins og’ mér fanst vera. En
auðvftað getur mér skjátlast. Samt
ætla eg að treysta því, að skilning-
ur þinn sé svo skýr, að mér sé ó-
hætt að tala við þig um alvarlegt
málefni, sem eg ber fyrir brjósti11.
„En að líkindum ber eg ekkert
skyn á það málefni“, sagði eg.
„Eg er einmitt viss um að þú ber
mjög gott skyn á það“, sagði frú
Colthart, „því það snertir aðallega
vin þinn, hann Harnó. Eða eruð
þið ekki góðir vinir?“
„Jú, við erum góðir vinir“, sagði
egf-
„Eg býst við að hann sé vel gef-
inn að mörgu leyti og í alla staði
sérlega ráðvandur. En er hann
samt ekki eitthvað undarlegur? Er
hann ekki frenutr veikgeðja og í-
myndunargjarn?11
,,Mitt álit er það“, sagði eg, „að
Arnór sé prýðisvel gáfaður og góð-
ur maður. Hann er að vísu mjög
fíitalaður og óframgjarn, og virðist
stundum veta díilítið undarlegur, en
veikgeðja held eg hann sé ekki“.
(Framhald.)