Syrpa - 01.03.1914, Page 33

Syrpa - 01.03.1914, Page 33
GAMLAR MINNINGAR 159 óviröing hrjáir í hamingju smáir þeir, háöungar líöa, veikir og fáir svo vogun ei tjáir meö vopnum aö stríða 3. Kaupmanna stéttin og fárleg er fréttin er, frumkvöðull nauöa; kífin og gletttin og kjöftug og slettin og kúgar þann snauða; hatandi réttinn en, hafandi prettinn með hótanir skauöa; æsa þeir sprettinn með ærunnar blettinn aÖ, eilífum dauöa. Það var eitt sinn aö fundum þeirra bar saman Guðm. og Sigvalda skálda Jónsson’ar; byrjar þá Guðm. og segir: ,,Ei þaö brjálast að eg skelf innst í sálar fylgsnum;14 Segir þá Sigv.: „Þegar hál er óðar elf, á hana strjála’ eg mylsnum." Ööru sinni hittust þeir; var Guð- mundur þá við öl og segir: „Segðu mér það Sigvaidi hvað syndir mínar gilda;1- Gegnir þá Sigv.: ,,Það er undir áliti alfööurs hins milda.“ Guðm, var um eitt skeið, heim- ilisrnaöurá Eiðstöðum í Blöndudal; það var þá háttur dugandi manna, aö vaða Blöndu á ýmsum stöðum nær hún var lítil. ÞaÖ bar til á hausti einu, aö Sölvi Sölvason ftá Syðri-Löngumýri, kofn aö Eiðsstöö- um, og spurðist fyrir, um hvort áin mundi væö í svonefndutn Hrúthaga, og kváðust menn vita þaö ógjörla; Sölvi baö þá Guðm. aö fylgja sér til árinnar. Þegar þeir kotnu nær ánni, lét hátt í árgilinu. Segir Sölvi þá: „Glymur Blanda, gljúfrum í. gaur aö vanda kendur, móti fjanda magni því má ei standa Gvendur." Vildi þá Guðrn. eigi, sinn hlut láta niðri liggja, og segir: „Glymur voða gljúfrum í Gjallar boði skaptur; móti guða magni því manns ei stoðar kraftur.“ Einn tíma er Guðm. var við barnakenslu, suöur í Borgarfiröi, kom liann að Gröf; var Halldór bóndi þá ekki hcitna; en Guðm. var vísaö tii stofu; litaöist þáGuðtn. um og hvað vísu þessa: Áður varstu guðagjöf, glöð og skemtisögul, en, nú ertu orðin nás að gröf. nauðadimm og þögul. Á Steiná var sauðamaður er Stef- án hét, sem lítt var að sér í tölvísi; taldi á fingrum sér, eins langt og það vanst til, og lagöi þaÖ svo satn- an meö þeim hætti, setn menn vissu ekki. Um hann orti Guðm. vísu þessa. Reikningslistar dæmin dimm dável ungur nam hann; talið getur tvisvar fimm en tæpast lagt þaö saman. Einhverju sinni varö tilrætt unt, hve lánið væri stopult, og hve opt menn viltust út af hinni réttu lífs- stefnu, þá kyað Guöm.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.