Syrpa - 01.03.1914, Síða 34
160
SVRPA
Vörumst brokkiS veraldar
á völtu snúnings hj^li,
þetta’ er okkar eilífðar
undirbúnings sk(5!i.
Frá Steiná í Svartárdal, var sel-
staða á hálsi þeim er lág á millidal-
anná, var þar mikið og goit búfjár-
land. í selinu bjó nokkuir ár maður
að heiti Pétur Þórðarson. Þegar á-
búendaskifti urðu á Steiná, vildi binn
nýi landsdrottinn, að Pétur færði
þaðan bygð sína; ilt þótti Pétri það
en varð þó að þoka. Á sléttunni,
örskotsleið frá selinu, var kringlótt-
ur toppmyndaður hóll, eigi ólíkur
fornmannahaugum; hann varnefnd-
ur Einbúi. Um hann kvað Guðm.
stef þau sem hér fara á eftir, og
kallaði þau „Einbúavísur“:
1. Þú stendur hér og þögull ert,
þó að brimöldur tímans ströngu
farga vildu þér fyrir löngu
álítur þú það einskisvert;
einveran þig ei hrellir hót
hér á klökugum fjallagranda,
alt fram á tímans aldamót
eins og bjargvættur muntu standa
2. Nágranni þinn var neyddur brott,
þvínákaldan félags andahræddist
en þú í leyni’ að öl!u hæddist
hugur þinn sýndi ríkan vott;
saztu því fastar sem að hinn
sýndi þollyndis biðlund smærri,
hvorki bugar þig hóllinn minn
hót né gjafir, nei, því fer fjarri.
3. Þannig líður þú skin og skúr
skeitandi lítið heimsins glaumi,
þú ert eins og í þungum draumi
herra þínum samt hlýðinn, trúr,
megna’ ei þinni raska ró,
ráðsnilli heims né mannádóma,
sí-vakir þú, en sefur þó
í, segulefklum jökuldróma.
Um kerlingu sem var að drekka
brennivín orti Guðni. vfsu þessa:
Hafði strút úr heilum klút
hugði sút að stilla;
sat í hnút og saup á kút
synda pútan illa.
Guðm.heyrði einhverju sinni kveð-
skap, sem honumUíkaði ekki, og
kvað þá þessar stökur:
Hugmyndin er skyni skerð
skerðist kvæðagaman;
titta neglir meður mergð
mergð af göpum saman.
Fyrirlítur upplýst öld
óðar þvætting fúlan
heimskan ein þér greiðir gjöid
og gefur fast á túlan.
Guðm. varð eigi gamall maður;
sá varð endi æfidaga hans, að hann
v'arð úti í snjóbyl, á hálsinum milli
Steinár í Svartárdal og Bollastaða
í Blöndudal. Lík hans var fiutt að
Steiná, setn var heimili hans. Með-
an það stóð uppi, dreymdi stúlku á
bærium að hann kæmi á glugga
yfir rúmi hennar, og kvæði vísu
þessa:
,,Eg varð nokkuð ölvaður
æfistrengur slitinn minn
kemst eg ekki’ í kórinn inn
kvíðir litlu drengurinn“.
Síðan var líkkistan færð til kirkju;
varð þá það, að kórdyrnar rúnniðu
hana ekki, og var hún látin standa
á bekkjum í framkirkju meðan lík-
ræðan var flutt.
Ekki ætla eg, að Guðm. væri níð-
skældinn eða léti til sín heyra, ó-
vandaðan kveðskap; hann var alt
of hreingerður til þess, og vandaður
að háttum sínum. Þó heyrði eg
eftir hann þfjár eða fjórar vísur,