Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 36
162
SYRPA
Það er það eina sem við getum gert“.
sagði hún og varp öndinni.
Drengurinn svaraði og sagði:
,,Nei, mamma; það skulum við ekki
gera; við skulum heldur halda á-
fram. Við vitum hvert pabbi ætlaði
með okkur; við vitum hvað hann
ætlaði að gera. Við skulum halda
áfram og gera það sem hann ætlaði
að gera og, ef mögulegt er,gera það
betur. Við skulum halda áfram“.
*
Austurloftið glitraði í gullnu
geislabaði og ljósrákir teygðu sig
langt upp á hvelfinguna. Enn þá
var hálfrökkur umhverfis okkur.
Þó sá eg hvar hestarnir voru á beit
í fjórðungs mílu fjarlægð.
Drengurinn reis á fætur og glæddi
til eldinn. Að loknum morgunverði
tók hann skóflu úr vagninum. Við
hjálpuðum honum til að taka gröf-
ina.
Við lögðum líkið á ábreiðu og
vöfðum utan um það með ólum, að
Indíána sið. Svo létum við það
síga niður í gröfina.
Eg sá drenginn jafna yfir leiðið
með skóflublaðinu.
Eg sá hann skera fangamark föð-
ur síns á fjöl, fæðingardag hans og
dánardægur. En auðséð var að
liann var þessu óvanur.
Og eg sá hann reisa fjölina á leiði
föður síns.
*
Eg sá drenginn spenna alla
fjóra hestana fyrir vagninn og hjálpa
bræðrum sínum og systrum að kom-
ast upp í hann.
Eg sá hann hjálpa móður sinni til
að klifra upp eitt hjólið svo að hún
kæmist í sæti sitt. Og eg sá hann
hlaupa upp Iéttilega og setjast við
hlið hennar.
Eg sá hann taka aktaumana hisp-
urslaust og veifa svipunni yfir hest-
unum, svo að hvein í, um leið og
hann beitti þeim vestur á bóginn.
Drengurinn hafði lent í raun og
þrenging. En hann hafði ekki látið
undan síga.
Á einum degi hafði hann skilið
við bernsku brek sín og orðiö að
manni. Og tíminn hefir sýnt að
hann varð að sönnum manni.
En hvað olli þessari breytingu ?
Það var sorgin og ábyrgðin á baki
þess sem með kunni að fara.
Sunnublómið.
(Sunflower)
Það er til margra hluta nytsam-
legt. Nýlega er farið að nota það
við byggingu herskipa og þykir ó-
missandi. Stofninn er mjög líkur
þvottasvampi, kemst í samt lag aft-
ur, þó að honum sé þjappað saman,
þegar takinu er slept og getur hald-
ið ísérógrynnum af vatni. Úr þess-
um stofnum er búin til þófi eða flóki,
líkt og dúkur væri. Þessum dúk er
vandlega troðið á milli tveggja stál-
veggja í hliðum skipsins. Þó núað
kúlur fari í gegnum báða veggina
og millifóðrið sem um var getið,
þá er það svo fjaðurmagnað, eða
þenjanlegt,að það hleypur fyrir opið
og lokar því, svo að lítið vatn eða
ekkert kemst inn í skipið um langa
stund. Sunnublómið er einnig þó
fáir viti, notað við vindlagjörð.
Rússar rækta það mikið. Úr fræ-
inu fæst gómsæt kvoða og afgang
urinn er bezta skepnu fóður. Stofn-
vefurinn er líkur silki og búa Kín-
verjar til úr honum dýrindis dúka.
Á Nýja Englandi halda menn að
sunnublómið útrými malaríu. Það
mun alment haldið, að sunnublómið
snúi jafnan bikarnum móti sólu og
af því hefir það hlotið nafnið; en
það er ekki nema hjátrú eða mis-
skilningur.