Syrpa - 01.03.1914, Page 44
170
SYRPA
áður, þann 6. hafði Clinton hepnast
að gera snarpa atlögu að virkjum
tveimur, sem voru þröskuldar á
leiö hans upp ána. Hann hafði
tekið þau bæði eftir mikið mann-
fa.ll í liði Ameríkumanna; hann hafði
eyðilagt flota þann, sem Ameríku
menn höfðu dregið saman á ánni
undir verndarvæng virkjanna; og
efri hluti árinnar lá nú opinn fyrir
herskipum hans. Einnig hafði hann
með aðdáanlegri kænsku og elju
safnað saman á nokkrum smáskip-
uin, er gátu siglt því nær alla leið
til Albany, vistum, sem nægðu her
Burgoynes til sex mánaða. Hann
átti nú eftir að eins hundrað fimtíu
og sex mílur til Burgoynes; og her-
sveit með 1700 komst svo langt að
ekki voru eftir nema 40 mílur til
Albany. Því miður vissu þeir Bur-
goyne og Clinton ekkert hvor um
annars hreyfingar; en hefði Burgo-
yne unnið sigur í orustunni þann
7. þá hefði hann innan skamms
fengið fregnir um sigur Clintons
og sömuleiðis hefði Clinton frétt
um hans sigur. Lið þeirra beggja
hefði mæst eftir sigurvinningarnar,
og herferðin hefði máske enn náö
tilgangi sínum. Alt var undir því
komið, hvernig færi fyrir fylking-
unni, sem Burgoyne leiddi móti
herbúðum Ameríkumanna hinn við-
burðaríka dag 7. október 1777. í
fylkingu þessari voru vaskir menn,
bæði Englendingar og Þjóðverjar;
ein sveit hinna vöskustu hermanna,
sem England átti, var í henni.
Burgoyne sendi út nokkrar sveit-
ir af hjálparliði til að villa óvinum
sínum sjónir. Síðan leiddi hann
hersveit sína þar til hún var minna
en þrjá mílufjórðunga frá vinstra
armi óvina hersins; þar fylkti hann
mönnum sínum til áhlaups. Hin
valda enska hersveit undir stjórn
Ackland majórs og stórskotaliðs-
sveit, sem majór Williams stýrði,
voru í vinstri armi fylkingar; sveit
Þjóðverja, sem Reidesel hershöfð-
ingi réði yfir og nokkuð af brezku
liði, sem Phillips stýrði, voru í miðri
fylkingu, og hið léttara enska fót-
göngulið ásamt stórri sveit, sem
þeir Balcarres lávarður og Frazer
hershöfðingjar voru yfir, voru í
hægri fylkingararmi, En Gatesbeið
ekki eftir því að á sig væri ráðist;
um leið og brezka fylkingin var
mynduð og byrjaði að ganga fram
til atlögu sýndi hann aðdáanlega
herkænsku í því að láta stórfylkingu
sem saman stóð af hermönnum frá
New York og New Hampshire
undir forystu Poors hershöfðingja,
og nokkurn hluta af ' stórfylkingu
Leonards gera skyndilegt áhlaup á
vinstri fylkingararminn; samtímis
sendi hann Morgan ofursta með
skotliðssveit sína og um 1500 manna
í viðbót til að snúa hægri armi
Englendinga. Sveit Acklands bar
vel af sér áhlaup miklu mannfleira
liðs. En Gates sendi fram fleir1
menn, og að nokkrum mínútum
liðnum tókst orusta um alla miðja
fylkinguna, var það gert til þess að
Þjóðverjarnir gætu ekki hjálpað
sveit Acklands. Morgan gekk hart
fram með sveit sína á móti Balcarr-
es lávarði og Frazer, og nýir hóp-
ar sáust leggja af stað frá vinstri
armi óvina liðsins, auðsjáanlega í
þeim tilgangi að sveigja hægri fylk-
ingararm Breta og varna honum
undanhalds. Enska fótgönguliðið
og sveit þeirra Balcarres og Frazers
létu undan síga og fylktu sér á ská.
Gátu þær á þann hátt staðið af sér