Syrpa - 01.03.1914, Side 50
176
SYRPA
,,Þetta ákvæði er óleyfilegt,
hversu illa sem óvinaherinn er stadd-
ur; og þessi hcr mun ráðast á óvini
sína og biðja engrar vægðar fremur
en aö leggja niður vopn í sínum eig-
in herbúðum“. Eftir aS ýms skila-
boð höfðu verið send fram og aftur
komust á br&ðabyrgðarsamningar
um uppgjöf hersins. Lið Burgoyn-
es átti að ganga út úr herbúðunum
án nokkurrar niðurlægingar, og
stórskotaliðið í víggirðingunumfram
á árbakkann, þar sem vopn og fall-
byssur áttu að vera skilin eftir.
Vopnunum átti að hlaðasaman eftir
skipun frá þeirra eigin foringjum.
Liðið, sem stóð undir stjórn Burg-
oynes átti að fá ókeypis flutning til
Englands, með því skilyrði, að cng-
ir úr því tækju ai'tur herþjónuslu í
Norður Ameríku í ófriðnum sem
yfir stóð.
Uppgjafarsamningar voru full-
gerðir þann 15.; og að kvöldi þess
sama dags kom sendiboði frá Clin-
ton, sem færði fregnir umhvaðhon-
um hefði orðið ágengt og kvað
nokkurn hluta af liði hans liafa
komist til Esopus, sem var ekki
fullar fimtíu mílur frá herbúðum
Burgoynes. En það var of seint.
Opinberir skilmálar höfðu verið
gerðir; og herinn var í raun og
veru of aðfram kominn af þreytu og
hungri til þess að geta varist árás,
ef hún hefði verið gerð; og það er
áreiðanlegt að Gates hefði gert á-
hlaup á hann, hefði samningarnir
verið rofnir. Bráðabyrgðarsamn-
ingarnir gengu því í gildi 17. októ-
ber. Samkvæmt þeim gáfust 5,790
menn upp og voru teknir í gæalu.
Það var áætlað að hinir veiku og
særðu, sem voru eftir í herbúöun-
um, þegar brezka liðið hörfaði und-
an til Saratoga, ásanit brczkum,
þýzkum og kanadiskum hermörm-
um, sem féllu, særðust, voru teknir
höndum eða struku snemma í stríð-
inu, væru 4,689.
Veiku og særðu hermennirnir,
sem féllu í hendur Ameríkumanna
eftir bardagann þann 7. sættu sér-
lega mannúðlegri meðferð; og þeg-
ar herinn gafst upp sýndi Gates
hershöfðingi göfugmannlega ná-
kvæmni, sem verðskuldaði mjög
niikla virðingu. Alt sem bar vott
um sigurfögnuð var forðast. Am-
erísku hermennirnir stóðu kyrrir í
sínum skorðum þar til brezki herinn
hafði lagt niður vopn sín. Og þeg-
ar því var lokið var hinum sigruðu
foringjum og liðsmönnum sýnd vin-
gjarnleg umhyggja og þeim veitt alt
sem þeir þurftu. Umræður miklar
og deilur spunnust síðar út af sum-
um atriðum í samningnum; og þing
Bandaríkjanna neitaði lengi vel að
staðfesta þá grein, sem ákvað, að
flytja skyldi alla menn Burgoynes
til Norðurálfunnar. En ekkert var
hægt að gefa Gates hershöfðingja
og mönnum hans að sök; þeir sýndu
að þeir voru jafn veglyndir og þeir
voru hraustir.
Strax og sigur var unninn, sendi
Gates Wilkinson ofursta til að færa
þinginu hinar góðu fréttir. Þegar
hann var leiddur í þingsalinn sagði
hann: ,,Allur brezki herinn hefir
lagt niður vopn sín við Saratoga;
vor her, sem er fullur af hugrekki
og þreki, bíður eftir skipunum yðar.
Þér eigið að ákveða viturlega, hvar
landið þarf ennþá þjónustu hans“.
Þingið veitti hinum sigursæla hers-
höfðingja og mönnurn hans laun og
heiður í ríkum mæli. ,,Það er næst-
um ómögulegt (segir ítalski sagn-